Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 189
179
Að lýsa hlutum
ist 1825 og hefur því verið átta ára þegar hún eignaðist kistilinn. Hún
varð kona Finnboga Þorlákssonar bónda á Þorsteinsstöðum í Tungu-
sveit. Þeirra dóttir var Elín Finnbogadóttir, kona Bjarna Jóhannessonar
bónda í Þorsteinsstaðakoti í sömu sveit, og eignaðist hún kistilinn eftir
móður sína. Bróðir Bjama var Jón bóndi í Árnesi (sem áður hét Neðra-
Lýtingsstaðakot) faðir Steinunnar Guðrúnar, konu Tryggva Emils-
sonar. „Því gaf Elín Steinunni Guðrúnu konu minni kistilinn, að hún
bar nafn móður hennar, og því er kistillinn í minni eigu,“ segir Tryggvi.
Einhverntíma áður en kistillinn komst í eigu Steinunnar Guðrúnar
hefur hann verið málaður hvítur á hornum og grunnur á loki rauður.
Þetta er til lýta á góðum grip, en kunnáttumaður gæti eflaust bætt úr
því við tækifæri.
Rétt er að benda á að í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ er
snældustóll með nafni Rutar Jónsdóttur frá Ytri-Svartárdal og ártalinu
1842. Þennan snældustól hef ég eignað Hjálmari (Hagleiksverk nr. 41,
bls. 86-87) og er hann í hópi þeirra mörgu gripa hans sem aðeins em
með höfðaletri. Rut var systir Guðrúnar sem fyrst átti Tryggvakistil,
°g sést hér það sem fleiri dæmi eru um, að Hjálmar hefur unnið sitt af
hverju fyrir sömu fjölskylduna.
3. Rúmfjöl í eigu Sigurlaugar Jónsdóttur, húsfreyju á Uppsölum í
Blönduhlíð. Fjölin er úr fum, lengd 116 cm, breidd 18 cm. Framhlið
þakin útskurði. Einfalt strik á báðum brúnum. í miðju er gerðarlegur
kringlóttur reitur og í honum stafimir IHSU, haganlega fyrir komið og
fyllt upp í flötinn með brugðningum þar sem stafirnir gera það ekki
sjálfir. Stafirnir eru gegnumdregnir um þvert með tveimur böndum. Til
heggja hliða út frá kringlunni sveiflast tveir nokkurnveginn samhverfir
teinungar, sem fléttast hvor í annan og til endanna er hvor þeirra með
sínu stjörnulaga blómi með 8 eða 9 blöðum. Næst blómunum hliðra
teinungarnir til þannig að milli þeirra verður rúm fyrir áletmnina Ano
til vinstri en 1845 til hægri. Fjölin er nú bæsuð og lökkuð og notuð sem
framhlið á vegghillu.
Hjalti Pálsson bókavörður á Sauðárkróki útvegaði mér myndir af
fjölinni og veitti mér eftirfarandi upplýsingar um sögu hennar eftir
hjarna Halldórssyni bónda á Uppsölum:
»Hjálmar skar þessa fjöl og gaf hana Helgu Gísladóttur frá Húsey í
Hólmi árið 1845, þegar Helga var 18 ára. Hún var þá gift Agli Gott-