Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 194
184
Magnús Pétursson
sömu hljómmynd. Þess vegna var óframkvæmanlegt aS breyta um skrift
fyrir málið, jafnvel þótt til þess hefði síðar verið möguleiki. Rittáknið
er hið sama, hvort sem rituð er japanska eða kínverska. Hins vegar
gefur rittáknið ekki framburðinn, aðeins hugmyndina. í Japan var
táknið nú tekið upp með kínversku hljóðgildi (on-lesning), en jafnframt
gat það táknað japanskt orð yfir sama hugtak, en auðvitað með öðrum
framburði (kun-lesning). Þannig hefur nánast hvert rittákn a. m. k.
tvenns konar hljóðgildi í japönsku, en oft fleiri, eftir því hvort það er
lesið á kínverskan eða japanskan hátt.
Fjöldi kínversku rittáknanna er talinn vera um 40 þúsund. Þau hafa
þó aldrei öll verið notuð í Japan. Til þess að lesa allt venjulegt mál þarf
að kunna um 4000 tákn. Dagblöð nota rúmlega 3000 tákn. Með 6000
táknum má segja, að hægt sé að lesa næstum allt. Japönsk börn læra
1850-2000 tákn á skylduskólastigi auk þess, sem þau læra einnig bæði
atkvæðaskriftarkerfin (Töyö-kanji 1977; 32. útg.). Auk kínverska tákns-
ins, sem aðeins táknar hugmyndina, var nauðsynlegt að finna einhverja
leið til að beygingar orðanna kæmu fram í riti. Til þess að tákna beyg-
ingar og málfræðileg atriði var því sköpuð ný japönsk skrift. Þar eð
aðeins eru til opin atkvæði í japönsku varð þessi skrift tiltölulega ein-
föld með því að gera atkvæðið að grundvelli hennar. Þessi skrift nefnist
kana-skrift /7 j- . Hér er því ekki um stafróf að ræða í íslenzkri
merkingu, heldur aticvæðisskrift.
Japanska atkvæðisskriftin er þekkt frá 9. öld eftir Krists burð. Hún
er mynduð út af tilraunum Búddapresta, til að lesa trúarlega texta í
kínverskri táknskrift á japönsku. Upprunalega er form atkvæðisskriftar-
innar leitt af kínverskum táknum, en hefur breytzt í rás tímans, svo að
uppruni táknsins er tíðum ekki lengur þekkjanlegur.
Japanska atkvæðisskriftin er til í tveim gerðum hiragana
(eiginlega ‘flatskrift’), sem er hið venjulega ritform og katakana ^
(eiginlega ‘brotaskrift’, en hún er svo kölluð vegna þess að flest táknin
hafa hvöss horn og brotnar línur), sem notuð er til að skrifa tökuorð
(önnur en kínversk), erlend orð í japönskum texta, texta í símskeyti
o. s. frv. Japanskur texti er því ritaður í þrenns konar skrift. Er því
kannske ekki alveg að ástæðulausu, að japanska skriftarkerfið er kallað
það erfiðasta og flóknasta í heimi. Til gamans er rétt að minnast hér á
tvö önnur atriði, sem menn reka augun í, þótt þeir þekki ekki neitt til
japanskrar tungu. Engin skil eru milli orða í ritaðri japönsku og engin
tákn fyrir ‘stóra bókstafi’ til að hafa í eiginnöfnum eða öðrum stöðum