Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 195
íslenzkur framburður í japanskri hljóðritun 185
eins og í Vesturlandamálum. Að þessu leyti er rituð japanska nálægt
talmálinu, sem ekki þekkir nein orðaskil eins og í rituðum texta. Jap-
anskan texta má rita eins og venja er í Evrópumálum lárétt frá vinstri til
hægri, eða eins og venja er í Japan frá hægri til vinstri í lóðréttum línum,
sem byrja efst á blaðsíðu. Það skiftir hreint engu máli, hvor hátturinn
er á hafður. Skriftin er jafn auðveldlega læsileg í báðar áttir.
Hljóðkerfi japanskrar tungu1
Japanska hefur fimm sérhljóð, sem eru rödduð og mynda kjarna at-
kvæðis. Auk þess koma fyrir tvö órödduð sérhljóð, sem einnig mynda
atkvæði. Eru þau afbrigði rödduðu sérhljóðanna og koma fyrir í stað
rödduðu sérhljóðanna í vissum samböndum.2 Auk þess koma fyrir
fjögur tvíhljóð, sem öll eru rödduð. Öll rödduð sérhljóð geta verið löng
eða stutt. Tvíhljóðin eru að þessu leyti hlutlaus.
Taka ber sérstaklega fram, að samkvæmt japanskri máltilfinningu er
n í enda atkvæðis, en það er eina hljóð í málinu, sem myndar lokað
atkvæði, talið mynda atkvæði út af fyrir sig. Er það líkt og í ýmsum
Afríkumálum þar, sem nefhljóð og hliðarhljóð mynda atkvæði og hafa
ýmsa tóna á sama hátt og sérhljóð. Svo mun einnig hafa verið í endur-
gerða indóevrópska frummálinu, en þar er talað um atkvæðisbær m, n,
h r. í eftirfarandi töflu eru sýnd öll hljóðasambönd japanskrar tungu og
táknin, sem þau eru rituð með í báðum kana-ritkerfunum.
Þegar japanska hljóðkerfið er sett upp í töflu í samræmi við hefð
alþjóðlega hljóðritunarkerfisins fær það eftirfarandi form eins og fram
kemur í töflmn 2 og 3:
Stutt sérhljóð Löng sérhljóð
Tvíhljóð:^ n [ai], [oi], [siui],
Japanska atkvæðisskriftin er til í tveim gerðum hiragana
Tafla 2. Sérhljóðakerfi japanskrar tungu. Órödduðu sérhljóðin koma aðeins fyrir
stutt.
1 Sbr. Wenck 1966; Foljanty 1979; Intensive Course ... 1970.
2 Samkvæmt Mori (1929, bls. 42, 50) geta öll japönsk sérhljóð verið órödduð
undir vissum kringumstæðum. Hér er aðeins talað um tvö órödduð sérhljóð, því að
heiri hafa ekki verið tekin upp í reglulegan framburð (Normaussprache) málsius.