Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 199
íslenzkur framburður í japanskri hljóðritun 189
2. íslenzka hefur ýmis hljóðasambönd, einkum samhljóðasambönd,
sem eiga sér enga hliðstæðu í japönsku. Þetta gildir jafnt, þótt öll
hljóðin, sem annars mynda sambandið séu til í báðum málunum.
3. Sum japönsk samhljóð koma aðeins fyrir í snertingu við eitt
einasta sérhljóð. Þau verða því oft að takmörkuðu gagni við að
umstafa íslenzk samhljóð, sem eru mun frjálsari að tengjast hinum
ýmsu sérhljóðum en þau japönsku.
Ef einstök atriði eru skoðuð nánar eru það einkum eftirfarandi vanda-
mál, sem koma upp. Til að einfalda framsetninguna eru íslenzku orðin
hljóðrituð beint út frá japönsku atkvæðaskriftinni samkvæmt alþjóðlega
hljóðritunarkerfinu, en ekki skrifuð jafnhliða í japanskri atkvæðaskrift.
Sérhljóð
Þar eð íslenzka hefur átta sérhljóð (og fimm tvíhljóð), en japanska
aðeins fimm sérhljóð, verður að fella fleiri en eitt íslenzkt sérhljóð
saman í eitt japanskt tákn. Þetta er gert á eftirfarandi hátt:
7 = A
'i = I, Í(YÝ)
7 = U, Ú, (Ö)
X = E, É, Ö
4" = O(Ö)
Eftir þessu verður ótvíræð samsvörun aðeins milli A í báðum málunum.
Oll önnur japönsk sérhljóðshljóðtákn verða að tákna meira en eitt sér-
hljóð. Sé þessi samsvörun nú athuguð nánar út frá hljóðfræðilegu sjón-
anniði, koma fram eftirfarandi atriði:
1- Ekki er gerður greinarmunur á [i] og [i], en munur þessara hljóða
er einkum fólginn í því, að [i] myndast aftar. Opnustigsmunur er
nánast enginn eins og kom fram í rannsókn minni (Magnús Pét-
ursson 1974). Japanska hefur aðeins fimm myndunarstaði og er
myndunarstaður [i] lagður að jöfnu við [i]. Dæmi:
Innrihólmur [inrihouiriumm]
íshóll [i:suihoiutorui]
2. Ekki er gerður greinarmunur á [y] og [u]. Hér er bæði um að ræða
opnunarstigsmun og mun á myndunarstað. [y] er mun opnara en
[u] og frammælt, en [u] er afturmælt og sterklega kringt. í fram-
burði líkjast [ui] og [y] talsvert, því að [y] er veikt kringt og virð-