Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 201
191
íslenzkur framburður í japanskri hljóðritun
Auðkúla [oidztukuifa], Eiðar [eidzami], Héraðsflói
[gieraziusiuOuifOLui]
Engin þessara samsvarana kemur á óvart. Eina vandamálið er tvíhljóðið
au [öi]. Ekki er gott að nota hér sama hljóð og fyrir ei, og því er tekið
það ráð að taka o, sem hefur myndunarstað aftarlega í munnholi. Með
því að japanskt o er mjög veikt kringt, næst svipaður hljómur og hjá [ö],
þegar japanskt o er tengt við i. Af hagkvæmnisástæðum er é einnig
skoðað sem tvíhljóð hér. Hljóðasambandið [je] er ekki til í japönsku.3
Hins vegar er til [ie] með löngu og stuttu [i]:
^.[ie] ‘hús’ V' [i;e] ‘nei’
Það liggur því næst að nota [ie] til að hljóðrita é eins og gert er.
Samhljóð
Erfiðleikamir á því að tákna íslenzku samhljóðin em mun meiri en
fyrir sérhljóðin. í fyrsta lagi hefur íslenzka fleiri samhljóð en japanska
°g í öðm lagi geta japönsk samhljóð, að n einu undanskildu, aðeins
komið fyrir með sérhljóði. Auk þess era sum japönsk samhljóð tak-
mörkuð við eitt einasta sérhljóð. Þegar tekið er tillit til þessa, er aug-
Ijóst, að miklum erfiðleikum getur verið bundið að finna viðunandi
samsvaranir milli tungumálanna. Vandamálin, sem koma fyrir og leysa
þarf, em athuguð hér á eftir. Reynt hefur verið að flokka þau eftir
myndunarstað íslenzku hljóðanna eftir því sem hægt er:
Varahljóð
Ekkert vandamál er varðandi lokhljóðin, en í japönsku em engin
hljóð til, sem samsvara íslenzku tannvarahljóðunum [f v]. Japanska
hefur tvívaramælt [0], sem aðeins kemur fyrir í sambandi við [ui], þ. e.
[íhu]. Til að tákna samböndin fa, fí, fú, fe, fo verður því að nota [<Þuia,
í’rni, Ú>ui, (I>iue, <I>uio]. Fyrir v er hvorki til hljóð né heldur tákn í jap-
önsku atkvæðaskriftinni. Er því gripið til þess að taka táknið fyrir [ui]
og setja á það röddunarmerkið dakuten 'y" og láta það tákna [v].
Þannig em atkvæðin va, vi, vú, ve, vo táknuð með [va, vi, vui, ve, vo].
Hæmi:
Fell [<I>LLiet:ofm], Faxi [<ÞuiakLuJi], Fljót [<I>LUfOuito]
Vað [va:dzui], Vigur [vi:guifLu], Vogar [vo:garui]
3 Hljóðið er í rauninni til, en ekki hljóðtákn (kana) fyrir hljóðið, svo að ekki
er til önnur Iausn en nota [i] + [ej.