Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 209
Textabrot úr Resensbók Landnámu
199
Torfa; hann hefur léð Áma eftirrit séra Jóns Erlendssonar af Landnámu
árið 1704, þau sem nú em í Árnasafni auðkennd AM 105 og 107 fol.,
og er líklegt að Árni hafi spurt hann um forrit þessara handrita, enda
þótt hann láti þess ekki getið. Hið eina sem er varðveitt frá hendi Árna
Magnússonar um forrit AM 107 fol. er athugasemd á seðli sem hann
hefur sett framan við handritið:
Þetta er þess slags landnamabok, sem Biórn á Skardzá, i sinne
Collection af landnamum, kallar Landnámu.2
Ámi Magnússon setti saman ritling um ævi Sæmundar fróða, og er
eiginhandarrit hans varðveitt í AM 1029 4to; einnig vann hann lengi
ævi að undirbúningi rits um Ara fróða og íslendingabók, og eru aðföng
hans að því riti varðveitt í AM 364 4to. í þessum ritum hefur hann
vitnað í Landnámabók á skinni í safni Resens og skrifað upp úr henni
fáeinar klausur, bæði úr Landnámu og viðbæti við Landnámu, sem hann
nefnir yfirleitt á latínu: Appendix libri originum Islandic(arum) memb-
r(anei) in Bibliothecá Resenii. Um viðauka þennan hef ég ritað smá-
grein: Rómversk tala af týndu blaði úr Hauksbók, í afmælisriti Jóns
Samsonarsonar, Jóansbolli sendur Jóni Samsonarsyni fimmtugum,
Reykjavík 24. janúar 1981. Finnur Jónsson prentaði Ævi Sæmundar
fróða og úrval úr samantektum Áma um Ara fróða og íslendingabók í
Árni Magnússons levned og skrifter I—II, K0benhavn 1930. Á bls. 40
í öðm bindi stendur þetta:
•.. sed iam de habitatæ Islandiæ initiis disserentem audiamus
Librum originum Island., qvem in membrana exaratum Reseniana
bibliotheca asservat:
Þa er Island fanzt ok bygþizt af Noregi.... Orkneyium .... Svo
er sagt .... Þar heitir nu Reyþarfiall i Austfiorþum.
°g neðanmáls þessi athugasemd Finns:
Disse stykker er ordret overensstemmende med teksten i 107; her-
ved bevises, at dette hándskr. er en afskrift af Resens membran.
Þetta er, að því er ég best veit, í fyrsta skipti að bent hefur verið á,
að AM 107 fol. muni vera eftirrit af Landnámu þeirri á skinnbók sem
brann með bókasafni Resens 1728.
Landnámabók, ljósprentun handrita, Reykjavík 1974, bls. 2.