Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 213
Textabroí úr Resensbók Landnámu
203
107 kemur heim við alla sambærilega texta og augljóst þar af að
‘munde’ í klausu III er villa. Augljóst er að 156.7 ‘xxv. skipa’ í 107 á
að lesa hálfr þriði ttpgr skipa\ í klausu IV stendur: ‘tuttugu og fimm
skipa’, og er ljóst, að í forriti klausunnar hefur talan verið skrifuð eins
og í 107. 156.19 siþa/z, sem vantar í klausu V, er ekki í Hauksbók, og
verður að teljast vafasamt að Jón Erlendsson hafi þama farið rétt með
texta forrits. í 107 er ‘Hrafn Hrafnsf.’ á eftir 156.23 ‘Siglufiord’ endur-
tekning á því sem áður var komið (156.22), væntanlega mistök Jóns
Erlendssonar.
Ekkert sérstakt bendir til að klausurnar séu skrifaðar eftir 107. Staf-
setning á 107 bendir eindregið til að það handrit sé skrifað beint eftir
skinnbók, enda þótt það sé langt frá því að vera stafrétt eftirrit. Á klaus-
unum er hins vegar að mestu leyti ómenguð stafsetning 17. aldar, að
því undanskildu, að fyrir u-klofningu af e, sem nú er skrifað jö, er
skrifað iau í orðinu fjörður (‘fiaurdur’), nema í 155.38 Hrafnsfiord.
Þessi ritháttur kemur ekki fyrir í samsvarandi textum í 107, en honum
skýtur upp víða annars staðar, sjá bls. 208 hér á eftir, og er augljóst þar
af, að orð sem nú em skrifuð með jö hafa a. m. k. stundum verið með
iau f skinnbók þeirri sem 107 var skrifað eftir. Þetta bendir eindregið
til þess, sem raunar er af öðrum ástæðum líklegast, að Brynjólfur
byskup hafi notað þessa sömu skinnbók þegar hann tók saman ritkorn
sitt um Grænland.
III
í AM 364 4to em hugleiðingar Árna Magnússonar um tímatal og
könnun hans á heimildum um ríkisstjómarár Haralds hárfagra. Á bl.
289r-290r hefur hann tekið upp kafla úr Ólafs sögu Tryggvasonar hinni
ntestu (hér á eftir stytt ÓlTr; textinn, ÓlTrEA I 261.14-262.1,5 er tek-
inn eftir AM 61 fol. og leiðréttur eftir AM 54 fol.), en þar á eftir hefur
hann skrifað:
Eundem qvoqve annum 862 pro Haraldiani regni initiis Libri Ori-
ginum Island. auctor habuit, dum seqventia inibi scriberet.
Þetta hefur hann síðan dregið út að mestu og skrifað annað í staðinn,
þannig að nú stendur:
5 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta, udg. af Ólafur Halldórsson, Editiones
Arnamagnæanæ, Series A, vol. 1-2, K0benhavn 1958-61. Hér stytt ÓlTrEA.