Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 214
204 Ólafur Halldórsson
Variare primo intuitu videtur Liber Originum Island. qvi hanc rem
ita enarrat.
Hér á eftir er svo þessi klausa úr Landnámu:
Sumar þat er þeir Ingolfr foru at byggia Island hafþi Haralldr Har-
fagri verit xii ar konungr at Noregi. þa var liþit fra upphafi þessa
heims vi. þusundir vetra oc lxxiii. vetr. en fra holldgan Drottins
Dccc ar oc Lxxiiii vetr.
Árni nefnir ekki úr hvaða handriti hann hafi tekið þessa klausu. Aug-
Ijóst er að hún er hvorki tekin eftir Hauksbók né Skarðsárbók. Mis-
munur á texta klausunnar og 107 er sem hér segir (lesháttur 364 á eftir
hornklofa, vísað til blaðsíðu og línu í Landnámabók 1900):
132.21 Jngolfur] Ingolfr. til at] at. byGia] byggia. 21-22 Haralldur]
Haralldr. 22 lidit] liþit. 22-23 vpphafe] upphafi. 23 ííj.] vi.
vetur] vetr. eN] en. 24 d ccc] + ar. ár] vetr.
Af þessum samanburði er ljóst að Ámi hefur ekki tekið klausuna
eftir 107, og virðist þá einsætt að hann hafi skrifað hana upp eftir
handriti Resens. Af samanburði við Hauksbók (og Skarðsárbók) er ljóst
að 132.21 ‘til’ er ofaukið í 107. Á eftir 132.21-22 ‘Haralldr’ hefur Árni
skrifað ‘konungr’, en dregið það orð út. 132.23 ‘ííj’ er villa í 107, sem
e. t. v. hefur ekki verið í forriti. 132.24 ‘d ccc ok lxxíííj. ár’ í 107 hefur
stuðning af sambærilegum texta í ÓlTr.6 í AM 105 foL, sem er eftirrit
Jóns Erlendssonar af Hauksbók, stendur hins vegar ‘dccc. ára ok lxxíííj.
vetr’, í Skarðsárbók ‘dccc ar oc lxx iiij vetr’ og í Skálholtsútgáfunni
‘Attahundrud siptyger oc fiorer Vetur’. Það er því hugsanlegt að Ámi
hafi haft hliðsjón af handriti af Skarðsárbók þegar hann skrifaði þessa
klausu, og verður af þeim sökum ekki fullyrt að villur í 107 séu Jóni
Erlendssyni að kenna.
Á bl. 308 í 364 hefur Árni sett merki í línu 4 á eftir orðunum: ‘sed
iam de (br. úr ad) habitatæ Islandiæ initiis (br. úr initia)’ og er áfram-
haldið á blaði sem hann hefur aukið inn síðar: ‘disserentem audiamus
Librum Originum Island. qvem in Membrana exaratum Reseniana
Bibliotheca asservat.’ Milli lína og út á spássíu hefur Árni síðan skrifað:
‘Thorgilsi Plagipedis vita alias Floanorum historia landnama boc nomi-
nat.’ Landnámutextinn er síðan skrifaður í mjóum dálki báðum megin
á blaðið, en niðurlagið, sem hefur verið á öðm blaði, er glatað. Textinn
er hér á eftir prentaður stafrétt eftir 364, bl. 307:
« ÓITrEA I, bls. 262.1 og 20.