Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 216
206
Ólafur Halldórsson
oftast e og er í endingum, en Ámi ævinlega i eða ir. Árni skrifar ætíð
þ þar sem nú er ritað ð, en Jón yfirleitt d, nema í orðunum síðan og
síðar, sem hann skrifar yfirleitt með þ; önnur dæmi sem ég hef rekist á
um þ fyrir ð eru þessi: Geiriþi 150.14; Aundurþri 151.11; Þorþar
154.29 og 197.17; Þorþur 190.21; skarþs 197.32; Stoþvar fiaurd
208.28. Væntanlega er 190.17-18 ‘mord kaNar þat’ mislestur Jóns á
‘mord kaNaþar’ sem e. t. v. hefur verið skipt á milli lína (‘mord kaNa/
þar’); ef svo er hefur þ verið notað, a. m. k. stundum, fyrir ð í skinn-
bókinni. Líklegt er að Árni hafi farið rétt með nöfnin Emundarson
129.20 og Naddodd 130.3. ‘Færeygia’ (130.2) hefur Ámi upphaflega
skrifað þannig, en síðan dregið g út og bætt því svo aftur við yfir línu;
nafnið er eins skrifað í 107, og bendir þetta eindregið til að Ámi Magn-
ússon og Jón Erlendsson hafi notað sama handritið. Til þess benda
einnig orð sem em eins stöfuð hjá Áma og Jóni og em með stafsetningu
sem bersýnilega hefur einkennt skinnbók þá sem 107 var skrifað eftir,
t. d. naukkur 130.5, skrifað með au og kk, ekki 130.6, skrifað með kk,
en ekki ck eins og algengast var í skinnbókum frá 13. og 14. öld, og au
fyrir ö í kaulludu (-uþu) 130.8. Af þessu virðist auðsætt að Finnur
Jónsson hafi með fullum rétti staðhæft að 107 hafi verið skrifað eftir
Resensbók Landnámu.
Á bl. 90v í 364 hefur Árni Magnússon skrifað 78. kapítula Hauks-
bókar eftir AM 105 fol., sem er eftirrit Jóns Erlendssonar af Landnámu
Hauksbókar, og gerir þessa grein fyrir heimildinni:
Landnamabok er Mag. Bryniolfr hefr lated rita epter membraná
þeirre, er Kristni Saga hefr og á stadit:
Til hliðar við textann hefur Árni skrifað leshætti úr Resensbók og
dregið undir samsvarandi orð í textanum. Orð þau sem dregið er undir
eru prentuð hér fyrir framan hornklofa, en leshættir úr Resensbók fyrir
aftan; vísað er til blaðsíðu og línu í Landnámabók 1900:
35.9 seiger Ari Þorgils son] segia froder menn. 9-10 fom v. skip
ok xx.] for xxv. skipa. 10 Græna-] Grænl. af Borgarfirdi ok
Breidafirdi] or Breidaf ok Borgurf. xiiij. kom-] fiortan kvom. 11
xvj.] xv. 12 væri] var.
Undir textanum stendur:
Variæ lectiones em teknar ur membraná Landnama bokar in