Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 217
Textabrot úr Resensbók Landnámu 207
Bibliotheca Resen. vide Landnama bokena med hende Sr Helga a
Husafelli in folio pag. m. 30.7
Þessu munar á lesháttum þeim sem Árni hefur tekið úr Resensbók og
texta í 107 (lesháttur Árna á eftir hornklofanum):
156.7 seigia] segia. frodir] froder. foru] for. 8 komuzt] kvom.
Af þessu síðasta dæmi er augljóst að þt. flt. af sögninni að koma hefur
verið skrifuð með vo í skinnbókinni, enda er sú orðmynd algeng í 107
(t. d. 131.21 kvomu). Leshátturinn 156.7 ‘for’ fær stuðning af samsvar-
andi texta í ÓlTr, sjá ÓlTrEA II, bls. 170.12.
Finnur Jónsson taldi að Resensbók hefði ekki verið eldri en frá því
um 1400:
Det tabte membranhdskr. har ábenbart ikke været ældre end fra
c. 1400; det fremgár af den retskrivning, der allevegne kommer til
syne hos Jón og som uden tvivl er originalens, skönt Jón som sæd-
vanlig ikke helt igennem har fulgt den.8
Því miður hefur Finnur ekki talið þörf á að nefna eitt einasta dæmi um
stafsetningu sem sannaði þessa tímasetningu. Hér verður ekki bætt úr
því til hlítar, heldur aðeins drepið á örfá dæmi um stafsetningu í 107,
sem hljóta að vera komin úr forriti, og skal þó fyrst víkja að því í
stafsetningu Jóns Erlendssonar sem ekki styðst við forrit.
Augljóst er af samanburði 105 og varðveittra hluta Landnámu
Hauksbókar, að ekkert er að marka þótt Jón skrifi ævinlega d fyrir ð;
ð er algengt í Hauksbók, en Jón notar það ekki. Jón hefur víða skrifað
® eða a þar sem í Hauksbók er a eða á. Miðmyndarending er z í
Hauksbók, en ýmist st eða zt hjá Jóni. Jón skrifar víðast hvar ur í
endingum fyrir eldra r og hefur þar að sjálfsögðu ekki farið eftir forriti.
12.14 ‘kender’ skrifar Jón: ‘kiender’. Önnur dæmi (ritháttur Jóns á eftir
hornklofanum): 11.31 foðvr] faudur. 12.4 siðan] siþan. 12.19
bioggv] bioGu. 24.19 borðvz] baurduzt. 25.4 en] eN. 25.5 gera]
gicra. 26.3 breckv] -brekku (annars er yfirleitt skrifað ck í 105 eins
°g í Hauksbók). Ekki hef ég tekið eftir öðru en að Jón skrifi va (fyrir
Hdra vá) þar sem þannig er skrifað í skinnbókinni, t. d. 11.18 varit, en
aftur á móti vo í 11.10 landvon, eins og í Hauksbók, og voru þar sem í
skinnbókinni er bundið v°. Af þessu má sjá, að stafsetning í 107 sker
Þarna er átt við AM 112 fol., sjá Landnámabók 1974, bls. 594.
8 Landnámabók, [Finnur Jónsson], K0benhavn 1900, bls. iii.