Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 219
Textabrot úr Resensbók Landnámu
209
133.34, 146.25. hesis 134.17 og 18, 135.7. dallr (= dalr) 135.26.
Fiollumm (= Fjglum) 131.17. Skallafelli (= Skálafelli) 134.2. Kam-
nesi 146.13, Kamnes 159.25. Sannesi 138.17. Gota lek 150.4. ræser
(= hræs er) 177.19. ræum (= hræum) 179.8. Miofuadals aar 191.34-
35, Miofvadalsaar 192.2-3. Lecny 199.11. (F)JDr (= Fiðr) 137.36.
(S)Teinudur 230.14, sbr. Agnete Loth, Ámi Magnússon og Sturlubók,
Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, Reykjavík
1977, bls. 538. 15-19. Fevrleifu 198.33, sbr. Agnete Loth, op. cit., bls.
540.3-5.
Augljóst er af 107 að í Resensbók hefur yfirleitt verið skrifað hl, hr;
ræser 177.19 og ræum 179.8 eru undantekningar, og er líklegast að í
Resensbók hafi stafsetning þessara orða verið komin úr forriti. Sama
er að segja um Fevrleifu 198.33; í því nafni er ev (fyrir ip) ugglaust
komið úr forriti í Resensbók. Á eftir 226.15 hatr (villa fyrir hátt) hefur
Jón Erlendsson skrifað: ‘synghvals modar’, en dregið undir þessi orð
°g skrifað þar á eftir ‘sunghu Asmodar’. Mislestur Jóns stafar trúlega af
því, að sungu hefur í Resensbók verið skrifað ‘svnghv’ og e. t. v. með
eyleturs v, sem Jón hefur lesið sem y. Einnig virðist ljóst, að í þessu
°rði hafi verið skrifað gh fyrir g, en orðinu ‘asmodar’ hefur verið skipt
milli lína, og hefur Jón þess vegna ekki áttað sig á því í fyrstu.
Flest einkenni á stafsetningu í 107 geta komið heim við, að Resens-
bók hafi verið skrifuð á síðari hluta 14. aldar. Einn mislestur sem vekur
grun um eyleturs v í einu orði breytir engu þar um. Aftur á móti kemur
Fc fyrir kk (ck) eins og skrattinn úr sauðarleggnum í handriti frá síðari
hluta 14. aldar; þessa stafs veit ég ekki vonir í handritum yngri en frá
uPphafi 14. aldar.10 Stafurinn er undarlega teiknaður hjá Jóni Erlends-
syni, með löngum legg, dregnum niður fyrir línu og lítið þverstrik á
báðum endum. Ef Jón hefur stælt stafinn eftir Resensbók er augljóst að
hann hefur verið með undarlegu lagi í því handriti og öðru vísi dreginn
en í handritum þar sem hann var eðlilegur hluti stafrófsins. Ég kann
enga sennilega skýringu á því, að þessum staf skuli bregða fyrir í 107,
en varlegast er að draga engar ályktanir af honum um aldur Resens-
bókar.
IV
Hér fer á eftir smáklausa úr 56. kap. Hauksbókar og 68. kap. Sturlu-
hókar. Textinn er prentaður stafrétt eftir Hauksbók, 105 og 107. í þess-
10 Gustaf Lindblad, Studier i Codex regius ..., bls. 201-02.
Afmæliskveðja 14