Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 228
218 Janez Oresnik
Loth, Agnete, ed. 1969. Reykjahólabók. Vol. I. Editiones arnamagnæanæ, series A,
vol. 15. Munksgaard, K0benhavn.
Oresnik, Janez. 1977. Three modern Icelandic morphophonemic notes. Sjötíu rit-
gerðir heigaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, pp. 621-26. Stofnun Árna
Magnússonar, Reykjavík.
OreSnik, Janez. 1980a. Um stýfðan boðhátt í íslensku. Skíma 3, 3:7-9.
OreSnik, Janez. 1980b. On the modern Icelandic clipped imperative. The Nordic
languages and modern linguistics (ed. Even Hovdhaugen), pp. 305-14. Uni-
versitetsforlaget, Oslo.
Páll Þorkelsson. 1902. Beygingarreglur t íslenzku með frönskum skýringum. Gyl-
dendal, Copenhague.
Valtýr Guðmundsson. 1922. Islandsk Grammatik. H. Hagerups Forlag, K0ben-
havn.
EFNISÚTDRÁTTUR
í greininni er fjallað um uppruna nokkurra óreglulegra boðháttarmynda: keyptu
af kaupa, attu af etja, kýs(tu) af kjósa, sé(ðu) af vera og fáeinna fleiri. Þessar
beygingarmyndir koma allar fyrir í mæltu máli nema sé(ðu) sem einungis er að
finna í fornu máli.
í fyrsta hluta greinarinnar er rætt um orðmyndina keyptu. Uppruna hennar er
að leita til þess að löng boðháttarmynd og 3.p.ft.þt.fh. eru eins (keyptu(bh.):(þeir)
keyptu) í mörgum sagnorðum. Af þessum líkindum leiddi eftirfarandi reglu: „til
að mynda langa bh.-mynd skal taka 3.p.ft.þt.fh. af sagnorðinu". Önnur skýring,
sú, að keyptu sé leifar af so. keypa ‘kaupa’, getur ekki verið rétt því að ekki er til
bh.-myndin keyp(\)ú) í málinu en einmitt þetta atriði skipar bh.-myndinni keyptu
á bekk með bh.-myndum (í et.) sem efalaust eiga rót sína að rekja til þt.fh. (í ft.),
sbr. orktu (af yrkja) þar sem ekki er til neitt ork.
I öðrum hluta greinar er fjallað um attu. Upphafs-a-ið stafar frá et.fh. í þt. af
etja. Eigi að skýra attu á sama hátt og keyptu verður að gera regluna hér að
framan lítið eitt sértækari: „til að mynda langa bh.-mynd skal taka sagnstofninn
í et.fh. í þt. ásamt tannhljóðinu og bæta við u-i sem ekki veldur hljóðvarpi". Af
þessari reglu sprettur keyptu ekki síður en attu.
í þriðja hluta er fjallað um kýs(tu). Sérhljóðið ý stafar frá et.fh. í nt. af sögn-
inni og hlýtur að eiga rætur að rekja til reglunnar: „til að mynda bh.et. skal taka
rót sagnorðsins í et.fh. í nt. (og skeyta við />«)“. Þessi regla hlýtur að vera sprottin
upp meðal hinna mörgu sagnorða þar sem rót bh. í et. og et.fh. í nt. eru eins.
Fjórði hluti fjallar um forníslensku bh.-myndina sé(ðu). Þessi mynd sprettur
af reglunni: „til að mynda bh.et. skal taka rót sagnorðsins í et.vh. í nt. (og skeyta
við þú)“. Þessi regla hlýtur að vera til komin af því að rætur reglulegra bh.-mynda
í et. og et.vth. í nt. eru ætíð eins.