Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 255
Atlamál hin grœnlenzku 245
einhverjum á kné. Hnefi álítur hann hér í merkingunni ‘tré’ eða ‘stofn’,
þó að sú merking sé óþekkt annars staðar frá.
Finnur Jónsson (1932:326) er óviss um merkingu orðanna kné og
hnefi. Honum virðist ganga í kné merkja hér að ‘missa máttinn’, eða
‘tortímast’, en hnefi þýði hér ‘tré’.
Ólafur Briem (1968:454) bendir á óljósa merkingu að ganga í kné, en
hallast þó að því að þetta þýði ‘að missa máttinn’. Orðið hnefi lætur
hann liggja milli hluta.
Dronke (1969:133-134) tekur upp skýringu Gerings á orðasamband-
inu að ganga í kné. Hnefi álítur hún komið úr taflmáli. Hún túlkar vísu-
orðið þannig að Guðrún líki sér við kóng í tafli, sem verði að láta í
minni pokann, þegar vörn hans er brotin á bak aftur.
í þessum skýringartilraunum er áberandi að gert er ráð fyrir óþekktri
eða sjaldgæfri merkingu orðsins hnefi.
Orðið kné skiptir nokkru máli fyrir skilninginn á þessum vísuorðum. í
lagamáli kemur orðið fyrir í merkingunni ‘Led i Slægtskab ..., hvori
Slægten forgrener sig’ (Fritzner II 1954:307, og IV 1972:198). En kné
virðist einnig geta merkt ‘ættstofn’, ef marka má dæmi úr Flóamanna-
sögu (1860:178-179). Þorgils dreymir drauma eina nótt. Fyrst dreymir
hann að á kné hans eru fimm kerti, síðan dreymir hann annan draum,
°g loks dreymir hann að úr kné hans voru vaxnir fimm laukar. Þor-
leifur, sonur hans, ræður síðasta drauminn þannig að Þorgils muni eiga
fimm böm.1
Svipuð merking orðsins kné er þekkt úr öðrum málum. í grein eftir
Scott Littleton (1970:95-96, með ýmsum tilvísunum) er bent á að í
raörgum indó-evrópskum og finnsk-úgrískum málum merkja orðin fyrir
kné einnig ‘offspring’ eða ‘family’.
1 Þorgils segir Þorleifi frá draumum sínum þegar hann vaknar. Þorleifur segir
ekkert við fyrsta draumnum, en ræður annan og þriðja drauminn jafnóðum og
Þorgils segir frá þeim.
Perkins (1975-76) hefur fjallað ýtarlega um drauma í Flóamannasögu. Hann
álítur merkingu fyrsta draumsins augljósa. Kertin tákni líf Þorgils og fjögurra
fylginauta hans. Á hinu mesta er fölski, hvít aska, sem tákni Þorfinn Þorgilsson,
sem lézt skömmu síðar (1975-76:217).
I þessari draumafrásögn sögunnar er fyrst brugðið upp mynd af kné með fimm
kertum á, og síðan með fimm laukum á. Mér virðist langsennilegast að þarna sé
urn tvítekningu að ræða og báðir draumarnir vísi til Þorgils og ættar hans. Knéð
er þá ættstofninn og úr því spretta aðrir ættliðir.