Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 259
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
249
og öðrum bleklit en meginmál, sem bendir til eiginhandarrits, en auk
þess eru fleiri handrit með efni eignuðu séra Oddi sýnilega skrifuð af
sama manni og VOOa.1
Framan af 700a er ritinu þannig skipað að í upphafi hvers kafla eru
taldir upp sjúkdómar, tengdir tilteknum líkamshluta, á latínu og ís-
lensku,2 en á eftir þeim fara læknisráð og uppskriftir lyfja að mestu á
þýsku, en töluvert einnig á latínu og íslensku.3 Þegar á líður bókina
er nær allt á þýsku eða latínu nema kafli um sárasótt á ff. 61-63, og í
síðari hluta bókarinnar, þar sem skrifað er upp „Apothecken Ordnung
und Tax der Stadt Hamburgk“, gefið út 1587,4 eru bæði kaflafyrir-
sagnir og lyfjanöfn á latínu og þýsku, en ekkert á íslensku nema hluti
fyrirsagna í registri, sem er með annari hendi.5
Hér á eftir er prentaður texti f. lr í AM 700a 4to:
CAPITIS AFFECTUS/ ET SYMPTOMATA
1 Syriasis: hejlabölga.
2 Cephalalgia: verkur framan i' hpfdinu.
3 Cephalea: lángjádur hpfudverki'r.
4 Hemicranea: verkur i' hálfu hofdinu.
Cerebri Symptomata.
5 Desipientia: vitfird'ing.
1 Eiginhandarundirskrift séra Odds, væntanlega frá síðustu prestskaparárum
hans (Mom IV:619) er nógu lík lækningabókarhendinni (Mom IV:363), en nafnið
eitt er æði lítið samanburðarefni.
2 Sum íslensku sjúkdómanöfnin eru að öllum líkindum nýyrði sem séra Oddur
hefur smíðað. í ritgerð Sveins Pálssonar, ‘Registr yfir íslenzk Siúkdóma n0fn’
(RitLLF 9:177-230; 10:1-60), eru fjölmörg sjúkdómaheiti úr lækningabók séra
Odds, og er til hennar vitnað um þau sérlegustu.
3 I uppskriftum lyfja er stundum notað sérstakt leyniletur, sem lykill er að á
ff. 83v og 84r. Sumir stafir í þessu letri eru eins og í því letri sem nefnt er tor-
kenningar í bréfi séra Magnúsar Ólafssonar í Laufási til Worms 1630 (Jakob
Benediktsson 1948:221-22, 460).
4 Ritun alls handritsins sýnir að séra Oddur hefur verið vel að sér í þýsku, og
trúlegt verður að telja að hann hafi verið við nám í Þýskalandi, þó að ekki séu
neinar heimildir kunnar um það.
5 Blaðaröð hefur ruglast mjög aftan til í handritinu, en rétt röð blaða í lyfja-
skránni virðist vera þessi: 117-122, 116, 108-115, 90-106 og 124-127. (Á ff. 127v
°g 128-129 eru lyfjauppskriftir með annari hendi, líklega þeirri sömu sem er á
f- 107. Loks er registur lyfjaskrárinnar með þriðju hendinni á því blaði sem nú er
f. 123.) — Um f. 130 sjá hér á eftir § 1.5.