Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 263
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum 253
ff. 83 og 84 í 700a, þegar Kálund blaðmerkti þá bók, en er nú aftasta
blað hennar, f. 130.
Blaðið er úr rímhandriti með hendi séra Odds, en texti þess á sér
ekki samsvörun í rímkverum hans tveimur, 732a V og 181 (sbr. §§1.3
og 1.4). Blaðið er heldur ekki eins vel skrifað og rímkverin hin.
Sýnishom texta (f. 130r):
Um Góu.
Nær Góa kjemur/ þad syna glggt þeyr 7 dagar sem med raudu &ru
audkjender hjer ij Februarjo/ hvar sem kjemwr Sun/iudagur medal
þe/rra sá er fyrstwr Sunnudagwr ij Góu/ nema ij Rijmspyllers Ári/ þad
nijunda árid Sólar alldar þá kjemur Góa þann 15 dag Febmarij.
1.6. MS Bor. 111 í Bodleian Library í Öxnafurðu hefur að geyma
þá þýðingu Davíðs sálma í bundnu máli, sem hefur verið eignuð séra
Oddi, og era nótur við upphaf hvers sálms. Þetta handrit er með sömu
hendi og þau handrit sem hér hafa verið talin að framan og er því án
efa eiginhandarrit þýðanda, enda hefur Finnur Magnússon talið að svo
væri, en hann hefur skrifað á saurblað: „N° 111 (CXI) Psalmi Davidis,
in 108 hymnos Islandicos translati, adnotatis melodiis rarissimis. Trans-
latoris autographon. Cfr Catalogum. Inediti.“
í þýðingunni era eftirtaldir sálmar: 1-6, 8, 11-17, 19-25, 29, 30,
32-34, 36, 45-48, 51, 52, 54, 58, 60, 61, 65, 68, 81, 83, 84, 87, 90-93,
95, 97-101, 103, 104, 107, 108, 110-139,11 og 144-147.12
Davíðssálmaþýðing séra Odds er fjarska stirt kveðin, en hefur þó að
geyma dálítið af sjaldgæfum, skáldlegum orðum, sem sum kynnu að
vera nýyrði þýðandans. Hér fara á eftir tvö fyrri erindin í 130. sálmi
(sem er merktur CXXXI) í MS Bor. 111 (f. 137r-v):
1 Úr synda svpkkvadjupi13/
sem Sál 'í drukknan stpdd:
hátt til þín DROTTin[n] hröpa14/
11 Sálmarnir 127-139 eru ranglega tölumerktir CXXVIII-CXL.
12 Við tölusetningu blaða hefur á tveimur stöðum verið hlaupið yfir blað, á
eftir ff. 21 og 42, en auk þess er blaðaröð ögn rugluð. Rétt röð er þessi: 1-17,
21a, 18, 19, 21, 20, 22-41, 42a, 42, 43-156. Hvergi hafa glatast blöð innan úr
handritinu, en aftan á það vantar. Textinn dettur niður fyrir lok 147. sálms, en
MS Bor. 149, sem í er yngri uppskrift texta og nótna, hefur þann sálm til enda og
auk þess 148.-150. sálm.
13 Villa fyrir spkkvadjúpi, sbr. þaranns rauda spkkvasjö í 136. sálmi (f. 144v).
14 Broddarnir yfir i og o sjást ekki; blaðið skert.