Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 265
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum 255
10 Hann mun med á-v'ítan á-v'íta ydnr: ef þjer med-takjed ásjánnr
á lgun.
11 Skylldi ekki hanns tign skjelva ydur: og hans ötti falla yfer ydur?
1.8. Ekkert þessara eiginhandarrita séra Odds verður tímasett á
grundvelli efnisatriða. 1587 er raunar fyrra tímamark lækningabókar-
innar (sbr. § 1.1), en öllu fyrr hefði Oddur ekki skrifað slíka bók aldurs
vegna. Líku máli gegnir um rímhandritið AM 732a V 4to, að þar (og
í uppskrift sama texta í AM 181 8vo) er talað um 1582 sem liðið ár,
og jafnframt er kennt að finna páskadag 1648, en þessi ártöl skorða
aðeins rímið á starfsævi séra Odds. Reyndar er trúlegt að öll eigin-
handarritin séu skrifuð innan tímamarkanna 1585 (þegar Oddur er um
tvítugt) og 1635 (þegar hann er um sjötugt og er búinn að fá aðstoðar-
prest (ÍÆ 11:128)).
1.9. Eins og fram kemur af þeim textasýnum sem eru birt hér að
framan og nánar verður vikið að síðar, er táknbeiting séra Odds á reiki
að því er varðar tákn fyrir sérhljóðin í og ö og tvíhljóðin au og ey. í
flestum handritanna eru notuð tvö tákn eða fleiri fyrir hvert þessara
hljóða, en eitt táknið er þó einatt ríkjandi. Að því er tekur til tvíhljóða-
táknunar (sbr. § 2.2) má skipta handritunum í fjóra hópa: 1) AM 700a
4to; 2) AM 700b 4to, Gl. kgl. saml. 3377 8vo og AM 181 8vo; 3) AM
732a V 4to; 4) MS Bor. 111 og AM 700a 4to, f. 130. Líklegt er að
aldursröð hópanna sé eins og hér er talið, enda virðast fleiri atriði
styðja eða geta komið vel heim við þá röðun, sbr. §§ 2.9, 2.11, 2.16,
2.17, 2.18, 2.30, 2.31, 3.1.3, 3.3 og 3.4.1, en skylt er að geta þess að
mismunandi táknun í og ö verður ekki skýrð til hlítar út frá þessari
röðun (sbr. §§ 2.1 og 2.27), þannig að í því efni yrði að gera ráð fyrir
tilviljanakenndari sveiflum hjá skrifaranum.
2. Nokkur stafsetningareinkenni.
2.0. Stafsetning séra Odds á Reynivöllum er frábrugðin stafsetningu
samtímamanna hans í nokkrum atriðum, og raunar mun hann vera
einsamall fyrr og síðar um sum þeirra, ef frá eru skildir fáeinir skrifarar
á 17. öld, sem hafa fylgt fordæmi hans að einhverju leyti, einkum þegar
þeir skrifuðu upp texta eftir hann, sbr. § 1.4.
Megineinkenni stafsetningar séra Odds eru þrjú: Hann er sjálfum sér
samkvæmari en flestir aðrir skrifarar (enda þótt hann noti fleiri en eitt
tákn fyrir fáein sérhljóð og tvíhljóð). í annan stað er sýnt að hann hefur