Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 266
256
Stefán Karlsson
haft hug á að breyta stafsetningu til samræmis við framburð; þetta á
einkum við um tvíhljóða. í þriðja lagi er víst að séra Oddur hefur velt
fyrir sér uppruna og skyldleika orða og orðmynda,1 og hugmyndir um
þau efni hafa haft áhrif á stafsetningu hans.2 Fyrir bragðið eru eigin-
handarrit hans ekki jafn-traust heimild um framburð samtímamanna
hans og ella væri.
Hér verður ekki birt heildarlýsing á stafsetningu séra Odds, heldur
aðeins dregin fram helstu einkenni hennar í § 2 og fjallað nánar um
fáein atriði í §§ 3-5. Vonandi bregður það einhverju Ijósi yfir íslenska
málsögu — suðvestanlands — áratugina kringum aldamótin 1600.
2.1. Séra Oddur greinir mjög reglulega á milli grannra sérhljóða og
breiðra, svo að varla nokkur samtímamaður hans stendur honum á
sporði í þeim efnum.3 Til þess að tákna breiðu sérhljóðin notar hann
‘á’, T, ‘ö’, ‘ú’ og ‘ý’.4 Fyrir í hefur hann þó alloft ‘ij’, einkanlega í rím-
brotinu 700a, f. 130, (þar sem er örstuttur texti) og í 181, en í þessum
handritum er ‘ij’ einrátt eða því sem næst. Eins og áður segir (§ 1.4) er
sami texti með hendi séra Odds í 732 og 181, en stafsetning m. a. að
þessu leyti ólík, sbr. t. a. m. (732]181) ‘þr'ir’ 6r] ‘þrijr’, ‘kri'ng’ 7r]
‘krijng’, ‘tidt’ 7r] ‘tijdt’, ‘Tiundi’ 13v] ‘Tijundi’.5 í fáeinum orðum og
hljóðasamböndum er það ögn á reiki hvort Oddur hefur granna sér-
hljóða eða breiða, og verður þess helsta af því tagi getið hér á eftir í
§§ 2.4, 2.5, 2.8, 2.9, 2.16, 2.18, 2.26 og 3.1.3.
Gamalt é er skrifað ‘je’.
1 Þetta kemur beinlínis fram í nafnaskýringariti hans, sem er varðveitt í Lbs.
1199 4to (ekki eiginhandarriti) og þætti vond orðsifjafræði nú á tímum.
2 Oddur hefur t. a. m. velkst í vafa um hvernig fara skyldi með kónguló, því
að hann skrifar ‘klungurvofubit’ 700a, 71r, en ‘gQungu-róvar vefur’ 3377, 15v.
3 Það væri einna helst séra Ketill Jörundsson í Hvammi (1603-70), sem einnig
fer sínar eigin leiðir í stafsetningu (sbr. Jón Helgason 1958:96) og kynni að hafa
orðið fyrir áhrifum frá séra Oddi.
4 Stundum er merkið yfir breiðum sérhljóða líkara tvídepli en tvíbroddi, en í
þessari grein er af hagkvæmdarástæðum prentaður tvídepill yfir i, en tvíbroddur
yfir öðrum sérhljóðum, án þess að sú skipting eigi sér grundvöll í handritunum.
5 Ef tímaröðun handrita í § 1.9 er rétt, verður að gera ráð fyrir að Oddur hafi
skrifað ‘ij’ í stað ‘I’ um skeið á miðjum skrifaraferli sínum (181) og síðan tekið
það upp aftur (700a, f. 130). Til þess, að hann hafi a. m. k. notað ‘ij’ á efri árum,
bendir að í leiðréttingu meö skjálfhandarlegri skrift Odds á spássíu 3377, 2r,
stendur ‘mijnum’, en T er ríkjandi tákn fyrir í í því handriti.