Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 269
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
257
2.2. Tvíhljóðið ei skrifar Oddur einlægt ‘ej’,6 en tákn fyrir au og ey
eru fleiri en eitt: í 700a er au oftast skrifað ‘av’,7 en a. m. k. einu sinni
‘qu’,8 ‘Igusar’ 14r, og stundum ‘qu’.9 í þessu handriti er ey ýmist skrifað
‘ey’ eða ‘q>j’, t. a. m. ‘sinnuleysi’ lr, en ‘svefnlgjsi’ 2v. í 700b, 3377 og
181 eru ‘qu’ og ‘gj’ einráð tákn eða því sem næst,10 en í 732 eru þau
fátíðari en ‘au’ og ‘ey’. Loks má heita að ‘au’ og ‘ey’ séu notuð ein-
vörðungu í 111,11 og í 700a, f. 130 (rímblaðinu staka), er skrifað ‘au’,
en ey kemur þar ekki fyrir.
Á þessu er reist hugmyndin í § 1.9 um aldursflokkun handritanna:
Á 1. stigi er Oddur farinn að nota táknin ‘qu’ og ‘pj’, sem að öllum
líkindum eru uppfinning hans,12 en eldri tákn (‘av’ og ‘ey’) sækja þó
oftar í pennann hjá honum. Á 2. stigi er nýjungin einráð hjá honum,
en á 3. stigi er hann að hverfa frá henni aftur, og á 4. stigi notar hann
táknin ekki nema af vangá.
Nokkur dæmi um orð með ei og ey verða rakin í § 3, og nánar vikið
að táknunum ‘qu’ og ‘Qj’ í § 4.
2.3. Oddur fylgir föstum reglum um notkun stafanna ‘u’ og ‘v’ og
‘i’ og ‘j’, og svo er að sjá sem hann hugsi sér að nota ‘u’ og ‘i’ ein-
vörðungu fyrir sérhljóð, en ‘v’ og ‘j’ fyrir samhljóð. Að því er ‘v’
varðar, virðist það vera undantekning frá þessari reglu að hann skuli
skrifa ‘av’ fyrir au í 700a, sbr. § 2.2 og 4.2. Að öðru leyti notar Oddur
‘v’ í samræmi við nútímastafsetningu, nema hvað hann hefur það
stundum þar sem nú er skrifað ‘f’, sbr. § 2.35. Oddur notar ‘i’ aldrei
6 í þýskum orðum í 700a er ei lang-oftast skrifað ‘ej’, en stundum ‘ei’ eða ‘ey’.
7 í þýskum og latneskum orðum í 700a (og 181 og 732) er au einnig skrifað
‘av’ (og eu skrifað ‘ev’).
8 Kostulegt er það að eftirmaður séra Odds í Grindavíkurprestakalli (frá 1618),
séra Gísli Bjarnason (IÆ 11:42), sem eins og Oddur var rímfróður maður, skrifar
í eiginhandarrími sínu, AM 180 8vo, nær alltaf (a. m. k. 15 sinnum) ‘0u’ (eða
‘0v’) í no. auki (t. a. m. ‘0uka Tungl’ 8r, 26v, ‘sumar 0ukum’ 27r), en ‘au’ í öllum
öðrum orðum. Sama einkennis verður vart í uppskriftum annara (glataðra) rím-
handrita séra Gísla, t. a. m. AM 170 8vo.
9 «-ið í þessu tákni er raunar skrifað uppi yfir p-inu.
10 Stöku sinnum er að vísu ‘0’ eða önnur ö-tákn í fyrri lið.
11 í 111 er skrifað ‘b0jgt’ 3v, ‘0jdi-mprku’ 33v, og örfá fleiri dæmi um ‘0j’
hafa fundist þar, en engin dæmi um ‘pu’ eða ‘0U’ hafa orðið fyrir.
12 Tákninu ‘ou’ fyrir au bregður fyrir í sumum handritum Björns á Skarðsá,
t. a. m. ‘manndouda’ AM 912 4to, 48r. Björn kynni að hafa það frá Oddi.
Afmæliskveðja 17