Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 270
258
Stefán Karlsson
við hlið sérhljóða; þar hefur hann einlægt ‘j’, einnig til að tákna síðari
lið tvíhljóða, sbr. § 2.2., þegar í er skrifað ‘ij’ en ekki ‘i’, sbr. § 2.1,
og þegar neitunin ekki er bundin ‘ecj’, sbr. § 2.31.
í 700b er t. a. m. skrifað ‘Jisrael’ 5v og ‘Jisraelitar’ 4r, en einnig
‘Israelitar’ 6v; í 111 er m. a. skrifað ‘Ísrael’ 32v (sbr. einnig dæmi í
§ 2.9). í Jobsbókarþýðingunni (3377) er jafnan skrifað ‘Ijob’.
2.4. Á undan l + samhljóði er sérhljóðatáknun hjá Oddi í samræmi
við nútímamál, svo sem við er að búast. Þó vekur athygli að hann
skrifar ‘kolnar’ 181, lOr, og einnig á sama stað í 732. Þessi samkvæmni
mælir gegn því að broddur hafi gleymst. í 700a er þó ritað ‘kólnad’
23r og ‘kölna’ 63r. Skiptar skoðanir hafa verið um það hvort o eða ó
væri upphaflegt í þessari sögn, enda er lenging á undan In gegn reglu
(sbr. Ásgeir Bl. Magnússon 1981:24). Stafsetning Odds á orðinu í 181
og 732 bendir heldur til þess að o sé upphaflegt sérhljóð í því og að
myndin kolna hafi lifað við hlið kólna fram eftir öldum.
2.5. Ritað er undantekningalítið ‘áng’, ‘ejng’, ‘i'ng’ (eða ‘ijng’),
‘ung’, ‘avng’ (eða ‘pung’ eða ‘aung’) og ‘eyng’ (eða ‘pjng’)13 í áherslu-
stöðu, og sérhljóð eru táknuð á sama hátt á undan nk í þeim /ik-sam-
böndum sem koma fyrir.14 Sama máli gegnir oftast um endinguna ing
og ing í áherslustöðu, en þó eru fleiri undantekningar frá reglu í end-
ingunni, einkum í 181. Sé sami texti skoðaður í 732 og 181 sjáum við
t. a. m. ‘fæd'íng’ 732 7r] ‘fæding’ 181 og ‘minn'fngar’ 13r] ‘minningar’,
en á hinn bóginn einnig ‘Negl'ing’ 9v] ‘Neglijng’ og ‘Siglinga’ 25r] ‘Sigl-
ijnga’ 16v. í áherslusamstöfum kemur fyrir að broddum er sleppt af
vangá (t. d. í 3377 ‘ranglæti’ 58r, en ‘ránglætid’ 60r, og ‘ungdóms’ 59r,
en ‘ungdómi’ 63v), og í tveimur ng-orðum, tungl (a.m.k. í 732 og 700a,
f. 130,) og kóngur (a. m. k. í 111) er það furðu algengt, en ekki liggur
skýring á því í augum uppi, enda munu ‘Túngl’(-) og ‘kóng’(-) vera
tíðari myndir hjá Oddi.
Fornafnið enginn er skrifað ‘ejnginn’ í nf. et. kk. og kvk., en nf.,
þf. flt. hvk. hefur ekki orðið fyrir. Nf. og þf. hvk. er ‘ekkirt’ (sbr.
§ 2.34), og ef. et. kk. (og væntanlega hvk., ef fyrir kemur) er ‘ejnskis’.
Ef. flt. er skrifað ‘aungra’ 111, 9r, en þgf. og ef. et. kvk. hafa ekki
fundist. Allar aðrar fallmyndir, sem tekið hefur verið eftir, hafa
13 Sjá § 5 varðandi þetta síðastnefnda samband.
14 Hér má nefna Tin-kind’ 111, 35r, sem hugsanlega kynni þó að vera mis-
ritun.