Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Qupperneq 271
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
259
aungv-, t. a. m. ‘Qungvann’ 3377, 45v, ‘aungvann’ 111, 15r, ‘Qungva’
3377, 43v, ‘aungvum’ 111, 136v, ‘Qungvu’ 3377, 57r, ‘gungver’ 3377,
29r.
2.6. Á undan gi og gj er að öllum jafnaði skrifað ‘ej’, ‘i’ og ‘ý’ fyrir
eldra e, i og y, en dæmi um tvö síðarnefndu samböndin eru fá nema
í nafnorðunum snigill og lygi og samsetningum af því, þar sem ein-
vörðungu hefur fundist ‘i‘ og ‘ý’, t. a. m. í ‘snigils’ 700a, 2v, og ‘lýgi-
-málugjer’ 111, 54r. Undantekning er ‘stiginn’ (lh. af stíga) 3377, 70r.
Fáein dæmi hafa fundist, í orðum sem hafa ekki egi nema í sumum
myndum, um að það sé skrifað ‘egi’ eða ‘egje’: ‘veginn’ (þf. af vegur-
inn) 3377, 39v og 74v, ‘veginum’ 700b, 6r, 3377, 53v, en ‘vejgi’ 111,
lv og víðar, ‘veginn’ (lh. af vega) 3377, lOv, -‘leginu’ 3377, 54r, ‘megi’
3377, 24v, ‘megje’ 3377, 61r og víðar, ‘megjer’ 3377, 72v (allt af so.
mega), en ‘mejgi’ 700a, 61r og v, 111, 87v og miklu víðar.
Dæmi um áhrifsbreytingar frá orðmyndum með gi á aðrar myndir
sama orðs eru ‘sniglum’ 700a, 2v, ‘Snigla’ 700a, 46v, og ‘lýgnum’ 111,
7r. Sagnmyndin mega er venjulega skrifuð ‘mega’, og hún rímar við
‘vega’ í 111, 29r, en á 28v hefur skrifari breytt ‘mega’ í ‘mejga’, sem
þar rímar við ‘ejga’.15
Um samböndin agi og œ(g)i hafa ekki fundist mörg dæmi, en yfirleitt
virðist þeim vera haldið aðgreindum. Þó er skrifað ‘drægist’ 111, 16r,
sem virðist eindregið vera nútíð viðtengingarháttar, en ekki þátíð.
Engra dæma hefur orðið vart um sambandið ögi.
2.7. Breytingin vá > vó > vo er gengin yfir allt til lokastigs í máli
séra Odds. Aðeins einu sinni hefur orðið vart við ‘vö’, og það kynni
að vera misritun: ‘sí-vöndur’ 111, 7r.
í þt. flt. af koma og vera er einlægt skrifað ‘o’: ‘komu’ (‘kvomu’ sbr.
§ 2.43), ‘voru’.
2.8. á er varðveitt í síðari lið Óláfs-nafns: ‘Öláfs’ 181, 8r (þrisvar),
og á sömu stöðum í 732. Hins vegar er Þorláks-naín skrifað ‘Þörlaks’
í sömu handritum á 7v (tvisvar í hvoru), en ‘Þorláks’ á 12v (í báðum).
2.9. í sumum tökuorðum og erlendum nöfnum er það ögn á reiki
15 Að vísu er rím víða bágborið í saltaraþýðingu séra Odds, þannig að upp úr
því er lítið leggjandi, en breyting hans hér bendir til þess að honum hafi verið
framburðarmynd með ei kunn, enda þótt myndin mega hafi e. t. v. verið honum
tamari.