Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 272
260
Stefán Karlsson
hvort ritaðir eru grannir eða breiðir sérhljóðar. í fljótu bragði virðast
breiðu sérhljóðamir algengastir í 111, en fátíðastir í þeim handritum
sem ættu að vera elst samkvæmt aldursflokkuninni í § 1.9. Þessi munur
endurspeglar þó varla framburðarbreytingar, heldur mun fremur um
að ræða breytingu á afstöðu séra Odds til stafsetningar tökuorða. Ritað
er ‘láti'nsku’ og ‘Látinskra’ 732, 5r og 14v, en ‘latijnsku’ og ‘Latimiskra’
(!) á samsvarandi stöðum í 181, ‘dátum’ 732, 20r og v. Ritað er bæði
‘Sara’ og ‘Sáru’ 700b, 4v. Jakobs-nafn er með ‘a’ í 181, 7v, og 732, 7v,
en ýmist með ‘a’ eða ‘á’ í 111, t. d. ‘Jákobs’ og ‘Jakobs’ 139r. Ritað er
‘Dáv'íd’ og ‘Dáv'ids’ 111, 139v og víðar. Maríu-nafn er skrifað ‘Marja’
732, 7v, og ‘Marju’ 181, 8v og 9r, og 732, 8v og 9r; þessir rithættir
benda ekki til breiðra sérhljóða í nafninu. ísrael er skrifað með ‘a’ í
700b, sbr. dæmi í § 2.3, en oftsinnis ‘ísráel’ og ‘ísráels’ í 111, 129v,
133v og víðar. Ritað er ‘Jerusálim’ 111, 63r, og ‘Jerusálim’ 111, 156v.
2.10. Sögnin snúa er í þátíð ‘sneri’ 700b, 5v, og 111, 91r.
2.11. Gamalt ve er bæði ritað ‘ve’ og ‘vq’ (‘vp’, ‘vó’). Ritað er
‘kvelldi’ 700a, 62v og 69r, og 700b, lv (tvisvar), en ‘kvólldi’ 700b, 12r,
og ‘kvpllds’ 3377, 8v, og 111, 87r. Ritað er ‘tvefalldann’ 700a, 61r,
‘tve-falldt’ 3377, 73r, ‘tve-fólldu’ 3377, 75v, og ‘tve-fallt’ 111, 61v, en
með ö hefur þetta orð ekki sést hjá Oddi. Ritað er ‘hvelf’ (bh.) 700a,
74r. Á hinn bóginn skrifar Oddur ‘Gv0ndar’- 181, 3v, og 732, 3v, og
‘hvplpanna’, ‘hvplpar’ 3377, 8r.
í fornafninu hver (og atviksorðunum hvernin og hversu þar sem þau
koma fyrir) er einlægt haft ‘e’ í 700a og 700b,16 en í 3377, 181, 732,
111 og 700a, f. 130, er hins vegar alltaf ‘u’ í þessum orðum.17 Sem dæmi
má nefna ‘hversu’ 700a, 61v, ‘hver’ 700b, lv, ‘hvumenn’ 3377, 45r,
‘hvurja’ 181, 16r, ‘hvurjum’ 732, 25r, ‘hvurs’ 111, 2v, og ‘hvurt’ 700a,
f. 130v, en dæmin eru fjölmörg í flestum handritanna.
Ao. hvenœr fylgir ekki hver(-), því að ritað er ‘Hvenær’ 3377, 13r og
32r og e. t. v. víðar, og ‘hvenær’ 700a, f. 130r.
Dreifingin á kveld(-) : kvöld(-) og hver(-) : hvur(-) í handritum séra
Odds styrkir þá hugmynd að 700a sé elsta handritið (sbr. § 1.9) og er
jafnframt vísbending um að 700b sé elsta handritið í 2. aldurshópi
handrita. Vera má að kringingin hafi verið að ganga yfir Suðvesturland
10 er er raunar alltaf bundið, en bandið er ótvírætt.
17 ur er oftast bundið (með ótvíræðu ;;r-bandi), en stundum skrifað fullum
stöfum.