Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 273
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum 261
um daga séra Odds, en hugsanlegt er að hann fylgi venjubundinni staf-
setningu — gegn framburði — í „elstu“ handritunum.
2.12. Þátíð af sögnunum falla og fá hefur einlægt ‘je’, t. a. m. ‘fjell’
700b, lr, og ‘fjekk’ 700b, 5r, og 732, lOv.
2.13. Nefnifallsmynd 1. persfn. er lang-oftast ‘eg’ (‘Eg’), en stundum
‘Jeg’, að því er virðist þegar orðið ber þunga áherslu, t. a. m. í Jobsbók
1.15, 16, 17 og 19: ‘og adejns Jeg komst-undan/ Jeg ejrn-saman/ ad-
-kunngjgra þjer [þetta]’ 3377, 3r og v.
2.14. Ritað er ‘je’ í ‘mortjeli’ 700a, 49v, og jafnan í mustéri /
mystéri, t. d. ‘mustjeri’ 700b, 12r, ‘mystjeri’ 111, 7r og miklu víðar.
Ritað er ‘hantjerar’ 3377, 70r. Margrétar-nafn hefur hins vegar ‘e’ í
eina skiptið sem það hefur orðið fyrir, 732, 7v.
2.15. Engin merki sjást um hljóðbreytinguna vé > væ. Ritað er
‘vjer’ ótal sinnum, t. a. m. 732, 22r, og 3377, 5r, og ‘vjelindid’ 700a,
16r (þrisvar).
2.16. í 111 eru no. illska, lo. illur og orð samsett af þeim mjög oft
skrifuð með T, en það er í samræmi við algengan nútímaframburð
(Bjöm Guðfinnsson 1964:182-83). Fáein dæmi um ‘i’ í þessum orðum
hafa einnig orðið fyrir í 111. Þar er t. a. m. ritað ‘íllt’ 6v og miklu víðar,
en ‘illt’ 126r, og ‘íll-kvikende’ 63r, en ‘ill-þýdi’ 29v. í hinum hand-
ritunum hefur orða af þessu tagi ekki orðið vart nema í 700a og 700b,
og þar hafa einungis fundist orðmyndir með ‘i’, t. a. m. ‘illa’, ‘illsku’
700a, 51r (5 sinnum alls), og ‘illsku’- 700b, 7v. Ef tímaröðun hand-
ritanna í § 1.9 er rétt, kynni þessi dreifing að vera vísbending um að
séra Oddur hafi tileinkað sér — eða viðurkennt — í framburð á illur
og afleiddum orðum á fullorðinsaldri.
Líku máli kann að gegna um il, en um það orð hafa að vonum
fundist færri dæmi: ‘iljar’ 700a, 2v, og 111, 17v, en ‘il’ 3377, 4v, og
‘ijl-skó’ 111, 55r.
Ritað er ‘prvilnan’ 111, 42av.
(Um ‘i’ í lo. mikill sjá § 3.1.3.)
2.17. í endingum er skrifað bæði ‘i’ og ‘e’, en að öllum jafnaði sami
stafurinn í sömu endingu. í bakstöðu er lang-oftast ‘i’, og ‘i’ mun einnig
vera einrátt að kalla í greininum og í endingunum in(-) og ið í lýsingar-