Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 274
262
Stefán Karlsson
orðum og lýsingarháttum.18 Hins vegar hefur aðeins orðið vart við
‘er’ í enda orðs, og sagnending 2. p. flt. er undantekningalítið skrifuð
‘ed’.19
í endingum lo. og ao. er að öllum jafnaði skrifað ‘lig’, en a. m. k. í
tveimur handritanna bregður ‘leg’ fyrir, t. a. m. í ‘ymislegum’, ‘ymisleg’
732, 26v, og ‘i'h'flegana’ 111, 12v, og ‘daudlegum’ 111, 21av (tvisvar).
2.18. í sömu handritum eru þess dæmi að ritað er ‘i’ í viðskeyttum
greini í ef., en ekki í öðrum föllum: ‘himensi'ns’ 732, 16r, ‘þurksi'ns’ 732,
25r, ‘hafsi'ns’, ‘Loptsi'ns’ 111, lOv, o. m. fl.20 Eitt dæmi hefur auk heldur
fundist um ‘hi'ns’ 111, 9r. Ekki þekki ég aðrar heimildir sem benda til
í-hljóðs í ákveðnum greini. Hugsanlegt væri e. t. v. að hér sé ekki um
framburðarbreytingu að ræða, heldur hafi séra Oddur komist á þá
skoðun að greinirinn ætti að fylgja eignarfornöfnunum minn, þinn og
sinn, en gegn þeirri skýringu mælir að ekki hefur orðið vart við ‘i’ í
þgf. greinisins.
2.19. Forskeytið bí- er að öllum jafnaði ritað ‘bi’-, t. d. í ‘b'ffalad’
732, 20r, og ‘bi'visad’ 111, 3r, en ‘bitala’ 3377, 39r og 61v; ‘be’- hefur
aldrei orðið fyrir.
2.20. Hvk. af lo. góður er að öllum jafnaði skrifað ‘gott’, og rithátt-
urinn ‘gött’, sem verður fyrir á 14r og víðar í 111, er vafalítið fyrnd
orðmynd.
Ritað er ‘þokknast’ 111, 21r og víðar, ‘þokknan’ 111, 35r og víðar,
og ‘vel-þokknan’ 111, 35r. Reyndar er ‘kk’ vísbending um að séra Oddi
hafi verið tengsl orðanna við þokki Ijós, en framburður þeirra með ó
hefur varla verið honum tamur, úr því að þess verður ekki vart að hann
skrifi þau með ‘ö’.
2.21. Stoðhljóðið u er að öllum jafnaði ritað þar sem við því er að
búast og auk þess í ‘lifurinn’ 700a, 23r, og ‘Undurenn’ 700b, 7r, (sbr.
18 Undantekningar frá þessari reglu eru helst í orðmyndum þar sem g eða k
fer á undan endingarsérhljóðinu (sbr. §2.34), t. a. m. ‘meigje’ 111, 21r, ‘b<?jje’
(= beygi) 3377, 53v, ‘merkje’ 3377, 39v, ‘lækje’ 3377, 41r, ‘hlakkje’ 111, 30v.
18 Á f. 3v í 111 eru t. a. m. 8 dæmi um 2. p. flt., öll með ‘ed’, og í einu tilvik-
inu, ‘þjöned’, er ‘e’ leiðrétt úr ‘i’, þannig að ljóst er að Oddur fylgir hér ákveðinni
reglu. — Undantekning er ‘syngid’ 111, 38v, en á sömu bls. eru fjegur dæmi um
endinguna ‘ed’, þ. á m. ‘Synged’ tvisvar.
20 Á staka blaðinu 700a, f. 130, er aðeins eitt dæmi um -ins, ‘tunglsins’, en þar
eru óvenju mörg dæmi þess að ekki sé hirt um að auðkenna breiða sérhljóða.