Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 276
264 Stefán Karlsson
Sögnin biðleika hefur ‘i’ í 2. samstöfu: ‘bidlikad’ 700b, 3r, og 3377,
56r.
Skrifað er ‘alldri’ (ao.) 700a, 62v (þrisvar) og víðar í því handriti,
en ‘alldrej’ 3377, 39r, 732, 29v, og 111, 35v og víðar. Vera má að séra
Oddur hafi hér skipt á gamalli mynd og nýrri á skrifaraferli sínum (sbr.
§ 1.9), en að þessu orði hefur ekki verið hugað svo grannt að fullyrt
verði að skipting dæma sé jafn-regluleg og ætla mætti af þessum til-
færðu dæmum.
2.31. Bókstafirnir c, q, x og z sjást varla nema í erlendum orðum í
handritum séra Odds að öðru leyti en því, að í 700a er stundum skrifað
‘ck’, t. d. í ‘npckurt’ 2r, ‘þrecknum’ 25r og ‘stocki’ 63r. Annars skrifar
Oddur ‘kk’. Ljóst er að hann hefur talið alla þessa fjóra stafi óþarfa í
íslenskri stafsetningu, þar sem þeir hefðu ekki sérstakt hljóðgildi.21
Sérstaða 700a er enn ein vísbending um að það sé elst varðveittra eigin-
handarrita séra Odds, því að ‘ck’ er í samræmi við almenna ritvenju
öldum saman og m. a. um daga Odds.22 Fyrir x í okkar stafsetningu
hefur Oddur oftast ‘ks’, t. d. ‘óks’ 700b, 2v, og ‘veks’ og ‘vaksa’ 3377,
15v, en hann skrifar ‘ofvpgstr’ 700a, 5r; aðeins örfá dæmi hafa fundist
um ‘x’ í íslenskum orðum: ‘axlar’-, 700a, 62r (þrisvar), ‘strax’ 700b, 6r,
og ‘inn-vixladi’ 3377, 37r.23
2.32. Oft heldur Oddur upphaflegum stofnsamhljóða í orðmyndum
þar sem samlögun hefur átt sér stað mörgum öldum fyrir hans daga.
T. d. má nefna ‘sina hardka’ 700a, 37r, ‘brendt’ 700b, llv, ‘vondt’ 3377,
10r,24 ‘Grikskra’ 181, 14r-v (= 732), ‘hædka’ 111, 97v, ‘lægkandi’ 111,
lllr. í ljósi þessara ritmynda má gera ráð fyrir að t og d séu dumbstafir
í myndum eins og ‘li'tst’ og ‘vejtst’ 700a, 61r, ‘vondskann’ 3377, 9r,
‘Ægyptskra’ 181, 14r (= 732), ‘þýdskra’ 181, 15r (= 732), ‘ís-
lendskrar’ 181, 15v (= 732), og ‘gjædsku’ 111, 22v (þar sem ‘d’ er
21 Orð sem í fornu máli (og nýju) hafa z skrifar Oddur stundum með ‘ds’ eða
‘ts’, sbr. § 2.32.
22 ‘c’ yfir línu notar Oddur reyndar þegar hann einstöku sinnum bindur ao.
ekki ‘ecj’, ekki aðeins í 700a (62v), heldur einnig í 732, 27r, 111, 66r, og víðar.
Örsjaldan skrifar hann ‘oc’ (= og) a. m. k. í 111, 12v og 25v, og ‘ec’ 111, 102r.
23 ‘þar epter sem hann inn-vixladi sjer gðdsi/ þá skal hann ekki gledjast’ Job,
20.18.
24 Þrátt fyrir þessa stafsetningarreglu mun Oddur einlægt hafa ‘tt’ í hvk. af lo.
góffur, sbr. § 2.20.