Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 280
268
Stefán Karlsson
‘hejmurinn’ 700b, 2v, í kvk. et., ‘útgjgrdinn’ 700a, 65r, og hvk. flt.,
‘vind-yrðinn’ 3377, 29v, í endingunni -in(n) í lýsingarorðum og lýsingar-
háttum í öllum kynjum, ‘fejginn’ (kk.) 3377, 26r, ‘gjefinn’ (kvk.) 700a,
61v, ‘innkominn’ (hvk. flt.) 700b, 2v, í fornafninu enginn (sbr. § 2.5),
og í atviksorðum, ‘ejminn’ 732, 25r, og miklu víðar, ‘þannenn’ 3377,
33v, ‘þanninn’ 111, 57v.
Endinguna -an(n) skrifar Oddur -‘ann’ í nafnorðum með viðskeytt-
um greini í þf. kk., ‘barkann’ 700a, 62r, og nf. kvk., ‘grædslann’ 700a,
62r, ‘vitskann’ 3377, 22r, og í lýsingarorðum og fomöfnum í þf. kk.,
‘aptanverdann’ 700a, 62r, ‘hmkkóttann’ 3377, 30r, ‘v'idann’ 111, 67r,
‘Annann’ 700b, lr, ‘aungvann’ 111, 15r.
Atviksorðsendingin -an mun vera eina endingin sem Oddur skrifar
ýmist -‘an’ eða -‘ann’, t. d. ‘innan’ og ‘innann’ 700a, 63r, ‘nordan’ og
‘nordann’ 732, 26r, ‘undan’ 3377, 33v, en ‘undann’ 111, 60v.
Regluleg er hins vegar endingin -‘an’ á kvenkyns nafnorðum: ‘epter-
-væntan’ 3377, 32r, ‘unan’ 111, 60r, ‘safnan’ 111, 60v, og ‘þokknan’
111, 62v.
Nafnorð með (gamalli) endingu -un hafa ekki verið skráð, en þau
kunna að vera til hjá Oddi med -‘un’, og no. miskunn skrifar hann ein-
lægt (og margoft) med ‘un’, t. a. m. ‘myskun’ 3377, llv, ‘myskuninn’
111, 31r, ‘Myskunar’- 111, 5v, og ‘Myskuner’ 111, 30v; sögnin er einn-
ig rituð með ‘un’ án undantekningar, t. d. ‘Myskuned’ 3377, 35r (tvisv-
ar).
Jón Helgason (1970:356-60) hefur sýnt fram á að reglna fommáls
um nn og n í lokum endinga hafi enn gætt á norðanverðu Vesturlandi
og e. t. v. víðar í byrjun 18. aldar. Stafsetning séra Odds bendir til þess
að þær reglur hafi verið úr gildi fallnar á Suðvesturlandi fyrir 1600, en
jafnframt er hún vísbending um að lengdarmunur nn og n í áherslulít-
illi bakstöðu hafi ekki verið upphafinn í máli hans, heldur hafi nýjar
lengdarreglur leyst gamlar af hólmi.
2.43. Þt. flt. af so. koma er ‘komu’ t. a. m. 3377, 12r, en ‘kvomu’
a. m. k. 3377, 4r og 5r. Einnig er ritað ‘kvomu’ (no.) 111, 64r, og ‘upp-
kvomu’ (no.) 732, 30v, en ‘Samkomu’- 732, 26v. Hugsanlegt er að
myndin kvomu hafi enn tórt á dögum Odds, en einnig mætti vera að
hann hefði hana úr gömlum handritum.
Þt. flt. af so. verða mun Oddur oftast skrifa ‘urdu’, t. a. m. 700b, 7v
(þrisvar) og 111, 65r, en ‘vurdu’ a. m. k. 3377, 76r. Lh. þt. hefur nær