Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 281
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
269
alltaf ‘v’, t. a. m. ‘vordid’ 700b, 7r, ‘vordner’ 3377, 34v, ‘vordinn’ 732,
21v, og 111, 8v. Undantekning er ‘ordid’ 111, 61r, og þær kunna að
vera fleiri.
Ritað er ‘svör’ (þt. af sverja) 111, 77r og 119v.
í flestum handritanna er ritað ‘svo’ og ‘so’ jöfnum höndum. í 181
virðist þó ‘so’ vera einrátt, en í 732 (sem hefur sama texta) er ‘svo’ ríkj-
andi. Ritað er ‘svoddan’ 3377, 9r, og 111, 3r og víðar.
3. i, í, ey : y, ý, ey.
3.0.1. Hljóðdvalarbreytingin, sem hæpið er að láti á sér kræla í staf-
setningu, og afkringing hljóðanna y, ý og ey eru tvímælalaust veiga-
mestu hljóðbreytingar sem yfir landið vóru að ganga um daga séra
Odds á Reynivöllum. Hið mikla samfall sem afkringingin hafði í för
með sér birtist sumpart í rími og sumpart í stafsetningu, þegar menn
skrifa ‘i’ fyrir eldra y, ‘y’ fyrir eldra i og þar fram eftir götunum, því að
þrátt fyrir afkringinguna hélst y í stafsetningu alls þorra manna. Fyrir
daga Konráðs Gíslasonar munu fáir hafa hafnað stafnum y nema séra
Ketill Jörundsson í Hvammi (Jón Helgason 1958:96) og að hans dæmi
dóttursonur hans, Árni Magnússon, á æskuárum sínum áður en hann
lagðist að ráði í skinnbækur (Slay 1960:114).
3.0.2. í nýlegri yfirlitsgrein um þessa afkringingu segir Hreinn
Benediktsson (1977:36) að ekkert hafi komið fram sem mæli eindregið
gegn þeirri kenningu Jóhannesar L. L. Jóhannessonar og Bjöms K.
Þórólfssonar að samfall hljóðanna hafi fyrst orðið almennt á Vestur-
landi — ef Norðvesturland (þ. e. a. s. Vestfirðir) sé undanskilið. Sam-
fallsins fer ekki að gæta verulega fyrr en á 16. öld,1 en þegar líður á
1 Vegna algengs ruglings rittáknanna y og i, einkanlega í tveimur handritum
frá ofanverðri 13. öld, þótti Hreini Benediktssyni (1977:33-34 og 40-41) hugsan-
legt að samfall hljóðanna hefði orðið þá á einhverju (óþekktu) mjög takmörkuðu
landsvæði og haldist þar áfram sem mállýskueinkenni. (Sbr. einnig Björn K. Þór-
ólfsson 1929:240—41.) Mér þykir líklegra að ruglingur stafanna í þessum gömlu
handritum sé fremur vitnisburður um einstaklings- eða svæðisbundna hljóðbreyt-
ingu, sem hafi verið gerð afturreka — ef óreglan er ekki sprottin af áhrifum frá
latneskri stafsetningu, þar sem y var ekki sérstakt hljóðtákn. (Sbr. einnig Jonna
Louis-Jensen 1979:237.) Hefði afkringing verið lifandi í málinu frá því á 13. öld,
væri það með fullkomnum ólíkindum að ekki skuli hafa orðið vart við verulegan
rugling rittáknanna í neinu hinna fjölmörgu handrita sem varðveitt eru frá 14. eða
15. öld; hvorugt þeirra tveggja handrita sem hafa verið talin sýna samfall á þessu
tímaskeiði duga sem vitni í því máli, eins og Hreinn (1977:33 og 43-44) bendir á.