Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 284
272 Stefán Karlsson
hefur y í fornu máli (sbr. Jón Helgason 1929:27; Bandle 1956:75; Jan
de Vries 1961:317).
3.1.9. Bh. ríð er að vonum mjög notaður í lækningabókinni um að
smyrja áburði, t. d. ‘r'id á (um)’ 700a, 46r (5 sinnum). Þetta er ekki bh.
af rjóða með afkringingu, heldur af ríða, eins og glöggt sést af nt. vth.
‘ridi’ 700a, 61v, og lh. þt. ‘ridid’ 700a, 2v. (Sbr. Fritzner 1883-96
(1954):III,103; Halldór Halldórsson 1947:158; 1980:135.)
3.2.0. í næstu greinum verður vikið að nokkrum orðum sem vafi
getur leikið á hvort réttara sé að stafsetja með i eða y. Þar sem séra
Oddur notar þessa stafi mjög reglulega í flestum handritanna er vitnis-
burður hans nokkurs virði.
3.2.1. Skrifað er ‘bindine’ 3377, lOv, og ‘bindene’ 111, 134r, en
‘byndini’ 3377, 26v. í fomu máli er aðeins kunnugt bundin (a-stofn), en
í síðari alda máli tíðkast ia-stofn, og er orðið stundum stafsett byndini
(sbr. Cleasby og Guðbr. Vigfússon 1874 (1957):86; Sigfús Blöndal
1920-24 (1980):119), en oftast mun það hafa verið stafsett bindini (Sig-
fús Blöndal 1920-24 (1980):76; Halldór Halldórsson 1947:19). Síðar
hefur Halldór (1980:15) talið að byndini kynni að vera réttara, enda fær
sá ritháttur stuðning af Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (Jón
Helgason 1929:227 og 229), þar sem y og i er nær aldrei ruglað saman
(Jón 1929:24-25); sbr. einnig Bandle (1956:202). Oddur Oddsson
hjálpar hér ekki upp á sakirnar, því að ekki er að vita hvort hann hefur
villst á sérhljóðum í öðm tilvikinu ellegar að tvímyndir hafi verið til.
3.2.2. ‘hidi’ (án brodda líklega af vangá) skrifar Oddur 700a, 65r,
en samkvæmt merkingu orðsins4 mundi það nú vera skrifað hýði og
talið dregið af húð (Halldór Halldórsson 1947:93; 1980:76). Dæmi um
hýði em ókunn í fornmáli (og báðar sagnirnar hýða og afhýða merkja
‘húðstrýkja’), og vel má vera að séra Oddur — eða sá sem kynni að
hafa notað orðið á undan honum í þessari merkingu — hafi fremur
haft híði bjarnarins í huga en húð.
3.2.3. Skrifað er ‘hysmi’ 3377, 38v. Þetta orð er nú einlægt ritað
hismi og skýrt á þeim gmndvelli (Halldór Halldórsson 1947:77-78;
1980:63). Hins vegar stendur ‘Hysmi’ í þeim tveimur 16. aldar dæmum
4 ‘Steatoma; þad kýli/ sem ejns og mgr er innan 'i: en hidi utan um.’ í næstu
greinum virðast ‘belgur’ og ‘pöngur’ vera samheiti híðis.