Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 285
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
273
sem OH hefur um orðið, báðum úr prentuðum bókum frá Hólum, en í
þeim bókum „virðist greiningu á i og y haldið að mestu“ (Jakob
Benediktsson 1960b:160). Þrjú elstu kunn dæmi um orðið mæla því
gegn nútímastafsetningu þess og þeim tilgátum um orðsifjar sem á
henni eru reistar.
3.2.4. Á f. 40v í 3377 stendur á neðri spássíu með hendi séra Odds
‘Mid-býki Bókarinnar’, og er vísað til loka 15. vers í 22. kapítula Jobs-
bókar.5 í nútímamáli mun slíkur ia-stofn vera óþekktur, en a-stofninn
miðbik vera einhaft orð. Það er stafsett með i og hefur verið talið vera
orðið til úr miðdik, sömu merkingar; út frá rótinni dik hefur verið
ymprað á hugsanlegum orðsifjum (sjá Halldór Halldórsson 1947:131;
1980:110).
í nær öllum elstu dæmum OH um miðbikfi) er orðið með greini (-ið),
þannig að ekki verður séð hvort um ia- eða a-stofn er að ræða, og a-
stofninn miðbik birtist ekki með vissu fyrr en undir 1800. Hins vegar
kemur fyrir nf. ‘Midbiki’ 1661 og auk þess ef. ‘midbikis’, notað sem ao.
Það er því sýnt að ia-stofn hefur verið til víðar en hjá séra Oddi.
Líku máli gegnir um miðdik(i). Það er ekki fyrr en á 18. öld að a-
stofninn miðdik verður fyrir með vissu, en ia-stofninn miðdiki og orð
samsett af því er að finna hjá Jóni Indíafara.6
Varðandi sérhljóð síðari liðar er þess að geta að í eina dæmi OH
um miðbik(i) frá 16. öld, úr Guðbrandsbiblíu 1584, er ‘y’, ‘Midbykid’,
og sama máli gegnir um miðdik(i); ‘middykid’ (DI X:414) og ‘middykit’
(DI XIII:411), eru úr bréfum frá árunum 1539 og 1559, þar sem eng-
inn ruglingur er á i og y.
í prentuðum bókum 16. aldar var ekki greint á milli y og ý (sbr. Jón
Helgason 1929:14; Bandle 1956:25-26), og sama máli gegnir yfirleitt
um handrit — nema handrit séra Odds á Reynivöllum, ef einhver þeirra
eru frá 16. öld. Þau dæmi sem nefnd vóru hér að framan skera því ekki
úr um hvort til hafi verið myndirnar miðbyk(i) og miðdyk(Í) eða mið-
býk(i) og miðdýk(i). Hafi þessi orð (eða a. m. k. það fyrmefnda) verið
með grönnu sérhljóði, eins og nú er, eru tvær skýringar hugsanlegar á
‘midbýki’ séra Odds, önnur hljóðfræðileg, sú að y hefði orðið ý á undan
5 Hér er reyndar hvorki miðja handritsins, sem er 74 blöð, né Jobsbókar, sero
er 42 kapítular, en 22. kapítuli er 30 vers, þannig að þarna hefði Jobsbók verið
hálfnuð, hefði hún verið 43 kapítular.
6 Sigfús Blöndal (1920-24 (1980):542) tilgreinir miðdiki frá Vestfjörðum, en
hefur ekki miðdik.
Afmæliskveðja 18