Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 287
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
275
155 og 273), og kynni að vera norskusletta í íslensku ritmáli 14. aldar
og ögn lengur (sbr. § 3.1.1, 2. nmgr.); Oddur ritar ‘silfur’- 700b, 12r,
og 3377, 41v, ‘silfri’ 111, 61r, og enn víðar.
‘bylt’ (sjá § 1.1) kynni séra Oddur að hafa tengt við so. bylta, en þó
hefur hann ekki ritað það ‘byllt’, eins og hann hefði að öllum líkindum
gert, ef sá hefði í raun verið uppruninn, sbr. § 2.39.
3.3.2. í handritunum 700b, 3377 og 181 hafa nær engin dæmi fund-
ist um rugling umræddra sérhljóða nema hvað óvissu gætir í einu orði
í 3377, sbr. § 3.2.1, og í sama handriti er ritað ‘epter-lpjfar’ 41r og
‘hnyppa’ 29v, sem sjálfsagt á að vera hnippa.8 (Sbr. einnig § 2.25.)
3.3.3. Hluti af texta 732 á sér samsvörun í þeim hluta 181, sem er
eiginhandarrit séra Odds, sbr. § 1.4. Það er því fróðlegt að sjá að tölu-
orðsmyndin ‘nýu’ 732, lv, samsvarar ‘niju í 181, lv, sem reyndar er þar
leiðrétt úr ‘nyu’, og ‘rejnt’ 732, 9v, samsvarar ‘reynt’ 181, 9v, sem í
sameiginlegum rímversum beggja handrita rímar við seint, en það er
ekkert að marka því að í þeim er t. a. m. rímað stað og náð (lv-2r),
vor og kjör (2v-3r) og verða og kvarðar (3r-v). Einnig er skrifað ‘sam-
flejtt’ 732, 23r, en ‘samfleytt’ 732, 21v.
3.3.4. Enda þótt langoftast sé greint á milli i, í, ei og y, ý, ey í 111
í samræmi við eldri ritvenjur, eru þar þó fjölmörg dæmi um hið gagn-
stæða. Þau hafa ekki öll verið tínd til, en drjúgur hluti þeirra fer hér
á eftir: ‘ámindt’ 54v, en ‘ámynt’ 21ar,9 ‘beyddi’ 9v, ‘af-byrkjer’ 33v,
‘brejta’ 64r, ‘Brygsli’ 109r og ‘brýgsli’ 24v (no.), en ‘brigdsla’ (so.)
3377, 46v, ‘britur’ 33r, ‘dykt’ 44r, ‘dyktar’ 21r, ‘ofdyrfd’ 95v, ‘v'ineyk’
135v, en ‘vi'n-ejk’ 3377, 29r, og ‘Ejkinn’ 3377, 26r, ‘fyrter’ (2. p. þt.)
35v, ‘fyrter’ (Ih. þt.) 34v, ‘æru-fyrtann’ 15r, ‘flejti-fullann’ 28v, ‘fli’
(rímar við í10) 57r, ‘flitja’ (rímar við vitja) 59r, ‘frýdri’ (rímar við
prýðir) 59r, ‘fillti’ 89r, ‘hej-skap’ 136v og ‘hej-safn’ 137r, en ‘hpj’ 3377,
8 Job 16.4: ‘og hnyppa ad ydur med m'ínu hpfdi’, sbr. „hnippaði hverr kolli at
öðrum“, sem er eina hliðstæða dæmið hjá Fritzner (1883-96 (1954):II,28) og er
úr Grettis sögu (sbr. útg. 1936:234); í öllum elstu handritum sögunnar (frá því um
og upp úr 1500), sem varðveita þennan texta, er ‘i’ í sögninni (AM 55 la 4to, 42r
(‘hnipade’), AM 152 fol., 40ra, og DG 10, 45v). Einu dæmi OH um þetta orða-
samband eru ‘hnippa höfðinu’ úr Píslarsögu síra Jóns Magnússonar (1912-16:116)
og úr orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík.
9 Líklega af lo. *ámynur = ámunur, sbr. Ólafur Halldórsson 1979:223-24.
10 Rím er víða óhreint hjá séra Oddi, sbr. § 2.6, 15. nmgr., og § 3.3.3.