Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 288
276
Stefán Karlsson
72r, ‘H0j-anna’- 181, 15v, og ‘HQj-anna’- 732, 15r, ‘hyndur’ (flt. af
hind) 33v, ‘hynd’11 (rímar við blind) 19r, ‘hyrded’ llr, ‘hlejpur’ 18v,
‘hlejptu’ (þt. flt.) 49r, ‘hneyjum’ (rímar við beygjum) 76v, ‘ad-hneygjer’
lOOv, ‘hrejsti’ 63v, ‘hrinur’ 44v, ‘higgur’ 13r, ‘ydka’ 7r og 107r, ‘ydkje’
79v, ‘klýngja’ (rímar við syngja) 92r, ‘lejnd’ 64v, ‘lejndarmál’ 31v,
‘mötlykt’ (= -líkt) 25v, ‘list’ 61r, (rímar við víst) llOv, 112r og víðar,
en ‘lyst’ 155v, ‘vel-list'inga’ 43v, en ‘lyst'fng’ 124r, ‘listlag’ lv, ‘liflistugt’
142r, ‘Nitsemi’ 35v, ‘pýlu’ llr, en ‘pi'lum’ 24r og ‘pilu’ 3377, 37v,
‘prýsa’ 152v, ‘pitt’ 34v, en ‘pyttinn’ 3377, 18v, ‘riktast’ 144v, en ‘rykti’
3377, 49r, ‘slisid’ 104r, ‘slisni’ 72v, ‘Slisninni’ lOlv, ‘snir’ (rímar við
dýr) 14v, ‘tygn’ 57v, ‘tygnar’ (so.) 63v, ‘tytre’ 46v, ‘þrejttum’ 60v,
‘þr'ist’ 148v.12 Enda þótt þessi listi sé langur — og ekki tæmandi — eru
þessi orð ekki nema örlítið brot þeirra orða með i, í, ei og y, ý, ey, sem
Davíðs sálmar hafa að geyma, og fjölmörg slíkra orða koma fyrir marg-
oft og alltaf „rétt“ rituð.
Einstaka sinnum hefur séra Oddur tekið sig á og leiðrétt um leið
og hann skrifaði; ‘býður’ er leiðrétt í ‘bijdur’ (nt. af bíða) 137v,
‘hneygdu’ í ‘hnejgdu’ 17v, ‘tyda’ í ‘tijda’ 37r, ‘veyk’ í ‘vejk’ (þt. af víkja)
126r og ‘þritur’ í ‘þrýtur’ 151r.13
3.3.5. Á rímblaðinu staka 700a, f. 130, er örstuttur texti, en þar er
tvisvar skrifað ‘Rijmspyllers’.
3.4.1. Ef aldursröðun handritanna í § 1.9 er rétt, sem æði-margt
mælir með, verður niðurstaða þeirra athugana sem birtast í § 3.3 sú að
séra Oddur hafi í elsta handriti sínu haldið i, í, ei og y, ý, ey að mestu
aðgreindum, tekist það að heita má til fulls á miðskeiði skrifaraferils
síns, en verið töluvert farinn að ruglast í ríminu þegar hann skrifaði
yngstu handritin. Það er varla tilviljun að best grein er gerð í þeim
þremur handritum sem hann beitir sérstæðri tvíhljóðatáknun sinni í af
mestri samkvæmni, sbr. § 2.2. Á ritunarskeiði þeirra hefur séra Oddur
lagt sig í framkróka við að stafsetja sem reglulegast, og að því er i, í, ei
°g y, ý, ey varðar er glöggt að hann hefur á því skeiði verið fastráðinn
í að halda í stafsetningu sem reisti á framburði sem án efa hefur verið
11 Davíðs sálmar 19.9: ‘hjartad þad gledur med hynd’.
12 Trúlega má finna fleiri dæmi en getið er um „rétta“ stafsetningu þeirra orða
sem hér koma við sögu.
13 í sumum þessara tilvika verður að vísu ekki séð með fullri vissu (a. m. k.
á mynd) á hvorn veginn breytt er.