Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 289
277
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
á undanhaldi þegar hann skrifaði þessi handrit. í þessu efni hefur hann
notið stuðnings af bókum prentuðum á Hólum fram um 1620 (sbr.
Jakob Benediktsson 1960b:160).
3.4.2. Af stafsetningu séra Odds á Reynivöllum er að ráða að á
uppvaxtarárum hans (h. u. b. 1565-85) hafi afkringing hljóðanna y, ý
og ey ekki verið hafin að neinu marki á Suðvesturlandi. Að öðrum
kosti væri óhugsandi að honum hefði tekist jafn-vel og raun ber vitni
að greina orð með þessum hljóðum frá orðum með samsvarandi ó-
kringdum hljóðum í flestum handritanna. Á hinn bóginn bendir staf-
setning í tveimur eiginhandarritanna, þeim sem yngst munu vera, til
þess, að þegar líða tók á ævi hans hafi kveðið svo rammt að samfalli
umræddra hljóða í umhverfi hans, Suðvesturlandi, að hann hafi sjálfur
ruglast í framburði og orðið að leggja í lóg þá greiningu hljóðanna í
stafsetningu, sem hann hafði kappkostað lengi.14
4. Táknun tvíhljóða.
4.0. Það sérkennilegasta við ritkerfi séra Odds á Reynivöllum eru
þau tákn sem hann notar fyrir au og ey að einhverju eða öllu leyti í
flestum handritanna, þ. e. a. s. ‘qu’ og ‘pj’, sbr. § 2.2. Varla getur leikið
vafi á því, að séra Oddur leitast við að sýna framburð tvíhljóðanna með
þessum táknum. Hins vegar má spyrja hversu nákvæm táknun þeirra er,
og í annan stað er rétt að hafa í huga að framburður þessara tvíhljóða
— a. m. k. framburður ey, sbr. § 3.4 — mun hafa verið að breytast um
daga séra Odds.
4.1. Ætla verður að ‘q’ (og önnur ö-tákn) í tvíhljóðatáknunum hafi
því sem næst sama hljóðgildi og þau ö-tákn sem eru notuð sem ein-
hljóðstákn, þ. e. a. s. hálfopið, kringt, framkvætt sérhljóð.
Ekki er ólíklegt að ‘qu’ eigi að tákna [œu], en þann framburð hefur
au væntanlega haft á einhverju tímaskeiði ([œu] < [ou] <C [au]). í ljósi
þess að Oddur gerir að öllum jafnaði skýran greinarmun á hljóðunum
u og ú, sbr. § 2.1, mætti að vísu ætla að ‘qu’ stæði fremur fyrir [œu],1
14 Athyglisvert er að þau dæmi sem rakin eru í § 3.3 benda alls ekki til þess að
afkringing ý hafi farið á undan afkringingu y og ey á Suðvesturlandi, eins og
hugsanlegt er að gerst hafi á Vestfjörðum, sbr. § 3.0.2.
1 Þar sem y er ennþá sérstakt fónem í því hljóðkerfi sem stafsetning Odds er
reist á, er óhugsandi að u hafi hjá honum hljóðgildið [y] eins og í nútímamáli, því
að það hljóðgildi hefur y væntanlega haft áður en það féll saman við i. Dæmi um