Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 290
278
Stefán Kcirlsson
þ. e. a. s. að séra Oddi hafi þótt síðari liður tvíhljóðsins heldur opnari
en ií.* 2 Hitt er einnig hugsanlegt að séra Oddi hafi þótt ‘qú’ vera of
hátimbrað tákn til að vera hagkvæmt í notkun.3 4 Ástæða þess að Oddur
skuli fremur rita ‘qu’ en ‘qu’ (sbr. § 2.2) er e. t. v. sú að au hefur verið
hnígandi tvíhljóð eins og í nútímamáli.
4.2. Tvíhljóðstáknunin ‘Qj’ fyrir ey hjá Oddi hlýtur að sýna að fyrri
liður tvíhljóðanna au og ey hafi verið mjög svipaður.
Vera má að táknun síðari liðar ei og ey með ‘j’ feli í sér þá athugun
Odds að sá liður hafi verið samhljóðskenndur, líkt og nú er þegar [i]
lendir í bakstöðu og fráhvarf hljóðsins verður óraddað (Björn Guð-
finnsson 1946:59). Hins er að gæta, að enda þótt Oddur virðist að
öllum jafnaði nota ‘j’ sem samhljóðstákn, mótast táknbeiting hans sýni-
lega öðrum þræði af þeirri stafsetningarreglu, að tveir sérhljóðar standi
ekki hlið við hlið í orði, eins og dæmi hans um ‘ecj’ fyrir ekki sýna, sbr.
§§ 2.3 og 2.31.“
Yfirleitt mun hafa verið talið að kringi síðari liðar tvíhljóðsins ey
hafi fremur greint það frá ei en kringi fyrri liðar (sbr. Ámi Böðvarsson
1953:110; Hreinn Benediktsson 1962:31), og venjuleg stafsetning
hljóðanna, þ. e. ey og ei virðist óneitanlega styðja þá hugmynd. Á hinn
bóginn benda tákn séra Odds, ‘Qj’ og ‘ej’, eindregið til þess, að kringi
fyrri liðar ey hafi í hans eyrum skilið það frá ei. Fyrri lið hefur hann
greint sem ö, og kringi síðari liðar kann að hafa verið mis-mikil eftir
því hvaða hljóð fóru á eftir, líkt og mun vera með au í nútímamáli
(Bjöm Guðfinnsson 1946:64; Ámi Böðvarsson 1953:47). Með því að
tákna síðari liðinn með ‘j’ kemst Oddur hjá því að láta nokkuð uppi
um kringi hans.
gömul y-orð sem hafa lent í hóp «-orða (sbr. Hreinn Benediktsson 1977:37-38
með tilvísunum) styðja þá hugmynd að y hafi haft framburðinn [y] fyrir samfall
y og i. Meðan y hafði hljóðgildið [y] hefur u að öllum líkindum verið borið fram
[u], þ. e. a. s. verið heldur opnara en [u] (sbr. Hreinn Benediktsson 1959:291; 1962:
15-16).
2 Svo mun vera nú um síðari lið tvíhljóðanna á og ó, enda þótt venja sé að
hljóðrita þau [au] og þu] (eða [ou]), sbr. Björn Guðfinnsson 1946:64.
3 Rétt er að hafa í huga að Oddur setur ‘u’ yfir ‘o’, en ekki til hliðar við það,
yfir línu, eins og hér er prentað.
4 Angi af sömu reglu kann það að vera að hann skrifar ‘av’ fyrir au í 700a,
sbr. §§ 2.2-2.3, en þegar hann fer að skrifa ‘au’ fyrir au (í 111) hefur hann lagt
hana fyrir róða.