Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 292
280
Stefán Karlsson
á undan ng vitni, sbr. § 2.5, enda er ekki vitað til neinna tengsla hans
við Vestfirði. Meðal annars skrifar hann (-)‘ggungu’(-) 700b, 4v og 8v,
og 3377, 2r, 4r og 15v, -‘gaungu’ 732, 30v, ‘lavng’ 700a, 65r, -‘l9ung’
732, 30v, ‘laungum’ 111, 142r, -‘sp<?ung’ 3377, 75v, ‘savngl’ 700a, 9r,
‘þravng’ (lo.) 700a, 63r, ‘þroung’ (lo.) 3377, 32v, og ‘avngvita’ (no., ef.
flt.(?)) 700a, 62r. í öllum þessum orðmyndum er það gamalt gng sem
liggur að baki stafsetningu sem sýnir framburð með tvíhljóðinu au.
Jafnframt skrifar séra Oddur jafnan ‘avng(v)’-, ‘Qung(v)’- eða
‘aung(v)’- í myndum af fornafninu enginn með kringdu sérhljóði, sbr.
§ 2.5, en það kringda einhljóð sem liggur að baki tvíhljóðinu au í
þessum orðmyndum hefur verið 0, en ekki g, fyrir samfall þessara sér-
hljóða.
5.2. Á hinn bóginn eru sögnin þrengja og nafnorðin þrenging, þrengd
og þrengsl, sem öll hafa haft 0, skrifuð undantekningarlaust með ey-
tákni: ‘þrpjngjer’ 3377, 57r, ‘þreyngja’ 111, 4r, 9r og 56v, ‘þreyngdu’
111, 145v, -‘þreyngt’ 111, 126r, ‘þreyngendur’ 111, 96v, ‘þreyngjend-
um’ 111, 65v; ‘þrpjngd’ 3377, 65v, ‘þreyngd’ 111, 64v, ‘þreyngdar’ 111,
21v og 88v, ‘þreyngdinni’ 111, 53v; ‘þrojnging’ 3377, 63v, ‘þreynging’
111, 53v og 103v, ‘þreyngingar’- 111, 37v, ‘þreyngingum’ 111, 89r;
‘þreyngslum’ 111, 32v.
Sama máli gegnir um sjúkdómsheitið ‘garnQjngja’ (= ‘Adstrictio In-
testinorum’) 700a, 25r, sem að vísu kann að vera nýyrði séra Odds, en
er hliðstætt <þngð og <þngi, sem eins og ‘Qjngja’ eru leidd af stofni lo.
gngr.
5.3. Þeir rithættir sem nefndir eru í § 5.2 — nema ‘Qjngja’ — eiga
sér fjölmargar samsvaranir í handritum frá 14., 15., 16. og jafnvel
17. öld og í prentuðum bókum 16. aldar (Björn K. Þórólfsson 1925:
xiii; Jón Helgason 1929:19; Bandle 1956:79-80; Jón Helgason 1960:
22). Bæði í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og í Guðbrands-
biblíu eru sögnin þrengja og umrædd nafnorð undantekningarlaust
prentuð með ‘ey’, og í síðarnefnda ritinu eru dæmi um sögnina slengja
bæði með ‘ey’ og ‘ei’.
Bjöm K. Þórólfsson taldi að ey-rithættir af þrengja væru upp komn-
ir við eins konar kerfisbundna áhrifsbreytingu, að samsvömnin við lo.
þröngur með ou-hljóði hefði kallað á ey-hljóð í stað ei í þrengja, og
undir þá skýringu tók Bandle.