Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 299
287
íslensk máljrœðiheiti á 19. öld
aðallistinn 149 II. Heitin í 149 I fara mjög nærri dönsku málfræðiheit-
unum sem Rask notaði, t. d. gerðarorð f. sögn (da. gemingsord).
Skráin í 149 II er grundvöllur þess lista um málfræðiheiti sem Rask
skrifaði Grími Jónssyni í bréfi 12. febr. 1818 og er í Ny kgl. Samling,
nr. 3268 IV,4to. Þriðja skráin frá hendi Rasks er í bréfi til Árna Helga-
sonar frá 7. febr. 1820. Það er útgefið í Tímariti bókmenntafélagsins
XI (1890), 251-256, eftir frumriti í einkaeign, en það fannst ekki við
útgáfu bréfasafns Rasks (Breve fra og til Rasmus Rask. I—III. Udg. ved
Louis Hjelmslev og Marie Bjerrum. Kbh. 1941-1968.). Afrit er í Ny
kgl. Samling 2965,4to. Þessi skrá er til hægðarauka nefnd hér 418 eftir
númeri í útgáfu (Breve 11,6).
418 er skrifað eftir minni, þar sem Rask var þá staddur í Tiflis og
hafði ekki uppkastið hjá sér. Hann segir í bréfinu: „ég var búinn í
Hólmum að týna saman málfræðisorð á ísl. um leið og ég skrifaði for-
málann við Engilsaxnesku málslistarbókina, enn eg hefi sendt það með
öðm msli til Hafnar fyrir laungu.“ (Breve 11,7).
Rask fylgir orðaskrá sinni úr hlaði með nokkrum orðum í bréfinu til
Gríms: „Svo eg fylli þennan miða með einhvörri markleysunni ætla eg
að skrifa hér upp ofurlitla orðabók hentuga fyrir hvern mann sjálfsagt,
enn þó vildi eg helzt bera hana undir yckr Finn og Bjama og þætti mér
ofurvænt ef yckr þættu þessi málslistarorð mín nýtanlig, mér sýnist án
þessháttar óþarfi að skrifa neina málslist, því eingi lifandi maðr skilr
súbstant. syntax. &.c. nema sá sem er búánn að læra framandi túngumál
vel.“ (3268; sbr. og Tímarit bókmenntafélagsins IX (1888), 92-93.).
í bréfinu til Árna Helgasonar nefnir Rask latneska málfræði sem
Árni sé að taka saman, og hann vonast til að hann hafi sem fæst látínsk
orðskrípi og hvetur hann til að fylgja ekki of nærri dönskunni í mál-
fræðiorðum, „enn þess er eingin nauðsyn í íslenzkunni, þar sem eingin
þvílík orð em algeing að kalla má.“ (Breve 11,7).
Auk ofangreindra heimilda um málfræðiheiti Rasks hefur verið stuðst
við Lestrarkver handa heldri manna börnum, sem hann gaf út 1830.
Hallgrímur Scheving ritaði um íslenska málfræði og er þau rit að
finna í handritunum JS 292, 8vo (292) frá um 1820, JS 279 b,8vo I
(279) frá 1820-1850, og í JS 279 b,8vo II frá sama tímabili; þetta
síðasttalda rit heitir íslensk staffræði (Stajj.
í 12. bindi af Fommannasögum (Kmh. 1837) var birt skammstafana-
skrá um málfræðiheiti notuð í skýringum þess bindis (bls. 396). Svein-
björn Egilsson gerði skýringamar. Málfræðiheiti hans em auðkennd