Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Qupperneq 301
289
íslensk málfrœðiheiíi á 19. öld.
tivum hefur hann staksett nafnorð. Guttormur notar nafnorð (10) eða
verulegt nafnorð (18). Rask hefur nefnisorð í 149 I, nafn í 3268, en
nafn eða heiti í 418. Scheving hefur nafn í Staf, 6, og það hefur Konráð
líka í Fjölni 11,18, sömuleiðis í orðabók sinni. Halldór Kr. notar bæði
nafn og nafnorð í Rétt,3.
greinir (articulus, da. den bestemte artikel, bestemmelsesord
eða kendeord)
JÓ hefur 3 orð um greininn: skiptingaryrði, skilorð eða aðgreiningarorð
(64v). Hann gerir greinarmun á undansettum greini og eftirsettum og
kallar articulus præpositivus „skilorð sem sest framan við (forskilorð)“
og articulus postpositivus „skilorð sem sest aftan við (bakskilorð)“.
Guttormur notar tilgreiningarorð (10). í 149 I notar Rask viðorð, en í
149 II ákvörðunaryrði eða einkunn. í 3268 hefur hann ákvörðunarorð,
en í Lestrarkverinu kemur fyrst fram greinir (60). Konráð hefur greini
í orðabók sinni, og Halldór Kr. hefur það orð í Rétt, 3 og 7.
lýsingarorð (nomen adjectivum, da. tillægsord)
í fornu máli hét þetta viðleggjanligt nafn. JÓ kallar það tillagsorð (64v).
Guttormur kallar það verklýsingarnafnorð (10) eða lýsingarnafnorð
„sem og kallast nú af sumum tillagsorð“ (18). Rask kallar það tillags-
orð í 149 I, viðurnafn í 149 II og 418, en viðnafn í Lestrarkverinu (60).
Scheving talar um tillagsorð í 292, en lýsingarorð í 279, og Sveinbjöm
hefur lýsingarorð í Fms. Konráð hefur bæði einkunn og lýsingarorð í
orðabókinni, og sama gerir Halldór Kr. í Rétt,9.
fornafn (pronomen, da. stedord)
Þetta orð var notað í fomu máli, en það hefur ekki verið einrátt alla
tíð. JÓ hefur það í riti sínu (66v), en Guttormur hefur fyrirnafnorð í
sínu riti (10). Rask kallar þetta fyrirorð í 149 I, en „fyrirnafn (for-
nafn1)“ í 3268, og fyrirnafn í 418 og Lestrarkverinu, 60. Scheving hefur
fornafn í Staf,ll, og sama er hjá Sveinbimi ( Fms, hjá Konráð í orða-
bókinni og Halldóri Kr. í Rétt,14.
töluorð (numeras, da. talord)
JÓ hefur tal (64v), en Guttormur hefur tölunafnorð í Leiðarvísi (18).
Rask hefur töluorð eða töluleg fyrirnöfn í 3268, en í 418 kallar hann
þau teljandi fyrirnöjn. Scheving nefnir þau teljandi pronomina í 292.
Konráð hefur töluorð í orðabókinni, og sama gerir Halldór Kr. í Rétt,
12.
sögn (verbum, da. gemingsord, tidsord eða udsagnsord)
í fomu máli var notað orð. JÓ kallar þetta tímaorð (66v). Guttormur
Afmæliskveðja 19