Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 302
290
Svavar Sigmundsson
hefur bæði verkgreiningarorð og tíðarorð (10). Rask hefur gerðarorð í
149 I, en sögn þegar í 149 II („eg nefni hlutinn en eg segi atburðinn“),
einnig í 3268, 418 og Lestrarkveri (18). Scheving hefur sama orð í Staf,
11, Konráð í orðabókinni og Halldór Kr. í Rétt,20.
atviksorð (adverbium, da. biord)
í fornu máli var haft viðrorð um þetta. JÓ kallar það hjáorð (67r). Hjá
Guttormi er ásigkomulags- eða viðurorð (11). Rask hefur viðursögn í
3268 og 418, en viðsögn í Lestrarkverinu (60). Scheving hefur atviks-
orð í 279 og Staf,ll, og hið sama gerir Sveinbjörn í Fms, Konráð í
orðabók sinni og Halldór Kr. í Rétt,29.
samtenging (conjunctio, da. bindeord)
Þetta orð var notað í fornu máli. JÓ hefur tengslaorð (67v). Guttormur
hefur sambandsorð í sínu riti (11). Rask hefur tengingarorð í 3268 og
tengdarorð í 418. Scheving nefnir samtengingarorð í Staf,ll. Það hefur
Sveinbjöm líka í Fms. Konráð er með 3 heiti í orðabókinni: sambands-
orð, samsetningarorð og samtengingu. Halldór Kr. hefur hinsvegar sam-
tengingarorð í Rétt,30, en Halldór Briem samtengingu í Máll,3.
forsetning (præpositio, da. forholdsord)
í fornu máli var fyrirsetning um þetta. JÓ hefur hinsvegar fororð (67r).
Guttormur hefur kringumstœðu- eða fyrirsetningarorð (11). Rask leggur
til sambandsorð í 3268 og 418, en Scheving stefnuorð í Staf,ll. Svein-
björn nefnir stöðuorð í Fms. Konráð notar fyrirsetningu í orðabókinni.
Halldór Kr. notar bæði afstöðuorð og fyrirsetningu í Rétt,30. Valtýr
kemur með forsetningu í WimmMálm,91, og Halldór Briem hefur það
heiti í Máll,3.
upphrópun (interjectio, da. udrábsord eða ytringsord)
í fornu máli var meðalorpning höfð fyrir upphrópun. JÓ kallar það
milliorð (67v). Guttormur er með geðshrœringar- eða millivarpsorð
(11), en Rask úthrópunarorð í 418, en upplirópun eða upphrópunar-
orð í 3268. Scheving tekur upp geðshrœringarorð í Staf,ll, og Svein-
björn hefur geðshrœringaorð í Fms. Hinsvegar halda Konráð og Hall-
dór Kr. sig við meðalorpninguna, í orðabókinni og Rétt,31.
kyn (genus, da. k0n)
Orðið er líka notað um málfræðilegt kyn í fornu máli, og hefur svo
verið síðan, t. d. Guttormur í Leiðarvísi,14. Rask talar um kynferði í
3268.
karlkyn (masculinum genus, da. hankpn)
í fornu máli var talað um karlmannligt kyn. JÓ hefur karlkyn (64v).