Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 303
291
íslensk máljrœðiheiti á 19. öld
Sama er hjá Guttormi (14). Rask hefur hankyn í 149 I, en í 3268 er
orðið karlkyns eða karlkennt. í Lestrarkveri talar hann um karlkennt
nafn (17). Annars nota þeir karlkyn, Scheving í Staf,6, Konráð í orða-
bókinni og Halldór Kr. í Rétt,4. Þess má líka geta að hannkynsorð
kemur fyrir í Nýjum félagsritum XIII,125. (OH).
kvenkyn (femininum genus, da. hunk0n)
Eins og áður segir kemur ekkert sérstakt heiti fyrir kvenkyn í fomu
máli. JÓ hefur kvenkyn í riti sínu (64v), og sama gerir Guttormur (14).
Rask byrjaði í 149 I með húnkyn, en í 3268 er kvenkyns eða kvenkennt,
og í Lestrarkverinu er kvenkennt nafn (17). Síðan virðist kvenkyn
notað, t. d. hjá Halldóri Kr. í Rétt,4.
hvorugkyn (neutmm genus, da. hverkenk0n eða intetk0n)
í fomu máli var talað um hvárginligt kyn. JÓ talar um að orð sé hver-
kynlegt (64v). Guttormur nefnir þetta hvörigtkyn (ef. hvörigskyns) (14).
Rask hefur þaðkyn í 149 I, en hvorugskyns er hjá honum í 3268 og í
Lestrarkveri, en þar er líka hvörkiskyn (60). Scheving talar um hvorugt
kyn (Staf,ll). Konráð er bæði með hvorugkyn og hvorginlegt kyn í
orðabókinni, en Halldór Kr. heldur sig við hvorugkyn í Rétt,4.
eintala (numerus singularis, da. enkelttal eða ental)
í fornu máli var hér höfð einföld tala eða einslig tala. JÓ notar einstaka
tal (64v). Guttormur notar orðið eintili (eintila orð) (11). Rask hefur
orðið eintala í 3268 og í Lestrarkveri,17. Sama gerir Scheving í Staf,ll,
Konráð í orðabókinni og Halldór Kr. í Rétt,4. Hinsvegar er eintili
hafður í Fjölni 11,18, og hefur Konráð notað það á þeim tíma. Gutt-
ormur er ekki höfundur orðsins eintili, því að það kemur fyrir hjá sr.
Jóni Steingrímssyni í Ævisögu hans (268), en hún er frá ámnum 1784-
91. Þar er líka margtili fyrir fleirtölu. (OH).
fleirtala (numerus pluralis, da. flertal)
í fornu máli var höfð margföld tala eða margfaldlig tala. JÓ hefur
fjöldatal í riti sínu (66r). Guttormur hefur fleirtila (kk) (11). Rask hefur
orðið margtala í 3268 og í Lestrarkverinu,17. Scheving hefur líka marg-
tölu í Staf,ll. Konráð kemur með fleirtölu í orðabókinni og hið sama
gerir Halldór Kr. í Rétt,4. í Fjölni 11,18 er haft orðið fleirtili, en hins-
vegar fleirtala í Fjölni VI,61 og 66-67.
fall (casus, da. fald eða forholdsform)
Orðið var notað í fornu máli. JÓ vildi hinsvegar kalla þetta byltingu
eða endingarfall (66r). Guttormur hefur líka endingarfa.il (12). Rask
segir í 418 um orðið fall: „fall, getnaðarfall &.c. þykia mér öldungis