Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 305
293
íslensk málfrœðiheiti á 19. öld
beyging virðist annars fyrst koma fyrir hjá Tómasi Sæmundssyni 1834-
35 (Ferðabók. Rvk. 1947, 107.). Halldór Kr. notar líka það orð í Rétt,
5. Elsta þekkta dæmi um fallbeygingu er hinsvegar í Orðabók Blöndals.
stigbreyting (comparatio, da. gradbpjning)
í fomu máli var þetta kallað samjafnan. JÓ kallar það samjöfnuð eða
samlíkingartröppugang (66r). Rask notar forna orðið í 3268, en Schev-
ing hefur stigbreytingu í 279. Konráð tekur það orð upp í orðabókina
og Halldór Kr. í Rétt,ll.
stig (gradus comparationis, da. grad)
JÓ hefur orðin samjafnaðartröppur eða stallastig (66r). Guttormur
hefur stig (60-61). Rask notar orðið trappa í 3268, en Konráð og
Halldór Kr. hafa stig í orðabókinni og Rétt, 10-11.
frumstig (gradus positivus, da. 1. grad)
JÓ kallar þetta fyrstu tröppu, undirtröppu, frumtröppu eða grundvallar-
tröppu (66v). Guttormur kallar það undirstig (61). Rask nefnir fyrstu
tröppu í 3268. Scheving talar um undirstig í 279, en Konráð neðsta stig
í orðabókinni. Halldór Kr. kemur með frumstig eða fyrsta stig í Rétt,10.
miðstig (gradus comparativus, da. 2. grad, st0rre grad eða
h0jere grad)
JÓ kallar þetta aðra tröppu, miðtröppu, fremri tröppu eða líkingar-
tröppu. Guttormur talar um uppstig (60). Rask hefur hœrri tröppu í
3268. Scheving kemur með miðstig í 279, og það er líka í Fjölni VII,
78 og 90. Konráð hefur efra stig í orðabókinni, en Halldór Kr. tekur
bæði miðstig og efra stig upp í Rétt,ll.
efsta stig (gradus superlativus, da. 3. grad, st0rste grad eða
h0jeste grad)
JÓ kallar þetta þriðju tröppu, yfirtröppu, fremstu tröppu eða yfirtaks-
tröppu (66v). Guttormur kallar þetta stig yfirstig (61). Rask talar um
hœstu tröppu í 3268. Sveinbjörn kemur með efsta stig í handritinu Lbs.
456,4to; það er hjá Konráð í orðabókinni, og Halldór Kr. hefur það
heiti í Rétt,ll. Halldór Briem notar yfirstig (Máll,18).
frumtölur (numeralia cardinalia, da. hovedtal eða mængdetal)
Guttormur kallar þessar tölur höfuðtalnanöfn (62), en Rask nefnir þær
fjöldatölur í 3268 og í Lestrarkveri, 65. Konráð er með frumtölur í
orðabók sinni, en Halldór Kr. bæði frumtölur og höfuðtölur í Rétt,12-
13.
raðtölur (numeralia ordinalia, da. ordenstal)
Guttormur kallar þær raðartalnanöfn (64). Rask notar orðið skipunar-