Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 308
296
Svavar Sigmundsson
í orðabókinni, en í Fjölni VII,74 er liðinn tími f. praeteritum. Halldór
Kr. kallar imperfektum þálega tíð, en praeteritum liðna tíð í Rétt,22.
núliðin tíð (perfectum, da. fprnutid)
í fornu máli hét þetta liðinn tími ok lokinn. JÓ kallar þessa tíð allsendis
umliðna tíð (67r). Rask kallar þetta Jyrirnútíð í 3268. Scheving segir
núliðin tíð í 279, og Halldór Kr. nefnir hana svo í Rétt,22 og Málm,50.
Konráð kallar hana liðinn tíma í orðabókinni.
þáliðin tíð (plusquamperfectum, da. fprdatid)
í fomu máli hét þessi tíð liðinn tími ok framar en fulllokinn. JÓ hefur
hér fyrir löngu liðin tíð (67r). Rask hefur fyrirfortíð í 3268. Scheving
kallar hana þáliðna tíð (279), og sama gerir Halldór Kr. (Rétt,22 og
Málm,50). Konráð segir á sinn hátt í orðabókinni að þetta sé „sú tíð
sem er á undan liðnum tíma“. Valtýr kallar hana þáfortíð í WimmMálm,
92.
framtíð (futurum, da. fremtid)
í fomu máli var þetta nefnt óorðinn tími. JÓ kallar hana ókomna tíð
(67r). Guttormur kallar hana eftirtíð eða framtíð (80), en Rask segir sú
óorðna (ókunna) tíð í 149 I, en framtíð í 3268. Scheving talar um eftir-
komandi tíð eða ókomna tíð í 279, og seinna heitið er hjá Konráð í
orðabókinni og Halldóri Kr. (Rétt,22).
hjálparsagnir (verba auxiliaria, da.hjælpeordeðahjælpeverber)
JÓ kallar þær hjálpartímaorð (66v). Guttormur talar um hjálparorð
(83), en Rask hjálparsagnir í 3268. Sama gerir Konráð í orðabókinni og
Halldór Kr. í Rétt,23, en Halldór Briem notar hjálpsagnir (Máll,29). -
háttur (modus, da. máde)
Þetta orð var notað í fomu máli. Þær heimildir sem hér hafa verið
skoðaðar, hafa ekki annað heiti, nema hvað Rask leggur til að nota
bragð í 418: „Kannske réttara væri að kalla hennar (þ. e. sagnar) háttu
brögð (sem sýnist mér samsvara danska orðinu Form að nockru leiti),
t. d. nafnsbragð, viðumafnsbragð &.c. . .(8).
framsöguháttur (modus indicativus, da. den fortællende máde,
fortællemáde eða den fremsættende máde)
JÓ kallar þennan hátt ávísunarhátt (67r). Hjá Guttormi heitir hann
sagnarháttur (78), en Rask talar um gerðarhátt í 1491, en framsagnar-
hátt í 3268. Scheving nefnir hann framsöguhátt í 279, og svo gera
Sveinbjöm í Fms, Konráð í orðabók, Halldór Kr. í Rétt,23 og Halldór
Briem í Máll,30.