Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 67
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
65
frá námslokum og nánast til dauðadags þrátt fyrir annasöm störf á
ýmsum vettvangi.
Lokaord
í því sem hér hefur verið dregið fram var reynt að lýsa persónunni og
fræðimanninum Jakobi Benediktssyni, langri ævi hans, áhugamálum
og viðfangsefnum. Ekki var viðlit að geta allra þeirra greina sem hann
skrifaði um hin margvíslegustu efni en það sem nefnt var ætti að gefa
mynd af því hve vel hann var að sér um ótrúlega margt. Jakob hélt
einnig fjölda fyrirlestra og erinda um fræði sín eins lengi og heilsan
leyfði. Síðustu árin fór sjónin að daprast verulega þannig að hann átti
erfitt með lestur og skrift en fylgdist þó með af bestu getu í fræðunum
með hjálp stækkunarglers og las danska blaðið Information fram til
þess að hann lagðist á sjúkrahús. Hann lét sjóndepurðina ekki aftra
sér þegar hann var beðinn um að taka þátt í málþingi um Jón Olafsson
úr Grunnavík árið 1994, eins og áður er getið, sem einn af góðvinum
Grunnavíkur-Jóns. Hann flutti erindi sitt um glímuna við orðabókar-
handrit Jóns skýrt og skipulega, eins og við var að búast af honum, en
blaðlaust. Hann taldi ekki eftir sér að hripa textann seinna á blað fyrir
ráðstefnuritið þegar þess var farið á leit.112
Grethe, kona Jakobs, lést 3. október 1996 og var fráfall hennar
honum mjög erfitt. Jakob annaðist hana í veikindum hennar og aðeins
þess vegna gat hún dvalist á heimili sínu þar til yfir lauk. Samrýmdari
hjón var varla hægt að hugsa sér og tími þeirra saman varð ærið langur,
full 60 ár. Áhugamál þeirra voru hin sömu, bókmenntir og tónlist, og
studdi Grethe Jakob af ráðum og dáð við hin mörgu verk sem hann sat
yfir heima að loknum vinnudegi. Saman hlustuðu þau á tónlist og sóttu
tonleika á meðan heilsa beggja leyfði. Þau áttu mikið og gott bókasafn
sem afhent var Snorrastofu í Reykholti eftir lát Jakobs og nýtist þeim
fræðimönnum sem þar dveljast við rannsóknir.
Jakob Benediktsson lést 23. janúar 1999 og var þá saddur lífdaga.
^að fann ég þegar ég talaði við hann í síðasta sinn á Landspítalanum.
Hann sagði fátt en bað mig þó að gæta Orðabókar Háskólans. Hún átti
enn rúm í hjarta hans.
Asgeir Blöndal Magnússon hélt ræðu í hófi sem haldið var Jakobi
th heiðurs á fimmtugsafmæli hans 1957. Þótt Jakob hafi lifað eftir