Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 51
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
49
ritið Junius 120 og samdi mismunagreinar. Eftir það fór Jakob yfir allt
verkið, leiðrétti og færði til betri vegar. Orðabókin kom út 1999 en fyrr
sama ár lést Jakob.
Eg minnist þess að mér fannst það undarlegt hversu sjaldan Jakob leit
inn á Orðabókina eftir að hann hætti störfum og sá ég hann þó oft á leið
í Arnagarð í heimsókn eða til grúsks á Árnastofnun. Ég skil þetta betur
nú, rúmum þrjátíu árum síðar. Ákveðnum þætti var lokið í lífi Jakobs.
Nú gat hann loks sinnt því óskiptur sem hugur hans stóð helst til.
Ordabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
Eitt þeirra verka Jakobs á Orðabókinni sem stendur upp úr öðrum
er vinna hans við orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík.
Það var þá varðveitt í níu fólíóbindum á Stofnun Árna Magnússonar
í Kaupmannahöfn (AM 433 fol.). Um miðjan sjötta áratuginn hafði
stofnunin fengið aukið fé til útgáfu en einnig til þess að ljósrita handrit.
Tengdist þetta umræðum um handritaskil Dana til íslendinga. Jón
Helgason lét á þessum árum ljósmynda fjölda handrita, þar á meðal
orðabókarhandrit Jóns úr Grunnavík, nálega 6000 blaðsíður, í tveimur
eintökum og gefa Orðabók Háskólans annað.75 Myndirnar af orðabókar-
handritinu eru varðveittar á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum (áður Orðabók Háskólans) en frumritið sjálft barst
hingað til lands í handritaskilum og er varðveitt í handritageymslu
stofnunarinnar.
Sjálfur hafði Jón Helgason skrifað doktorsritgerð um Jón úr Grunna-
Vlk og sagði um orðabók hans:
Hún er merkilegasta og rækilegasta orðabók aldarinnar og hefur ærinn fróðleik
að geyma um þjóðtrú, menningarsögu og bókmentir. Ef hún væri komin í boð-
legt lag, myndi enginn hika við að kalla hana eitt helzta afrek í fræðimensku
Islendinga á 18. öld. Þegar að því kemur, að samin verður hin mikla orðabók,
sem sýni vöxt og viðgang íslenzkrar tungu öld eftir öld, verður óhjákvæmilegt
að nota hana til vandlegs yfirlits og samanburðar, og má þá vænta þess, að
mörg orð verði þar að finna, sem hvergi sje bókfest í eldri ritum, og að oft þurfi
til hennar að vísa.76
Jakob sagði sjálfur í erindi á ráðstefnu Góðvina Grunnavíkur-
Jóns 1994 að hann hefði séð og handleikið orðabókarhandritið á