Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 122

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 122
120 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI verk Indriða, nefndi í viðtali fyrir nokkrum árum, skemmtilega blátt áfram, hvernig kostir Indriða sem sagnaskálds fari saman við Hemingwayáhrifin. „Það góða sem Indriði fékk frá Hemingway“ segir Kristján, „var ákveðin dempun og fullyrðingaleysi og miklar ytri lýsingar sem eru næstum ljós- myndalegar.“371 þessu samhengi verður mér hugsað til skáldsögu sem ungur höfundur skrifaði fyrir ríflega hálfri öld og gerist á Spáni (Kanaríeyjum nánar tiltekið). Hún er eftir Guðmund Steinsson og heitir Maríumyndin (gott ef þessi María heitir ekki meðal annars eftir kvenpersónu í Hverjum klukkan glymur). Svona hefst sagan: Hann lá í heitum, svörtum fjörusandinum rétt neðan við stíginn sem skildi banana- ekrurnar frá ströndinni. Þaðan sem hann lá gat hann séð upp eftir dalnum og hluta af veginum sem bugðaðist gegnum grænar ekrurnar til Orotava og síðan einsog leið liggur útúr dalnurn til Santa Cruz, og hann sá áveitukerfin efst í hlíðunum þar sem fátækir bændur rækta vínvið og maís og næturfrost koma iðulega á þessum árstíma, og hann sá einnig Teite gnæfa hvítt og voldugt yfir dalinn.38 Er ekki Hemingway áreiðanlega þarna á kreiki? Jú, og fer bara vel á því. Að vísu er hætta á því að maður sjái Hemingway útum allt þegar á annað borð hefur verið stillt inn á þessa skynjun. Á meðan ég vann að þessari grein stóð ég mig að því að hugsa til Hemingways þegar ég las eftirfarandi stutta lýsingu í nýlegri smásögu: „Lágar hæðirnar ofan við fjárhúsin voru vaxnar grasi upp undir miðju, en efst voru melar, og þar uppi var hlið sem við afi höfðum rekið túnrollurnar út um í sumar.“ Svo hristir maður hausinn og segir: nei, þetta er nú fyrst og fremst Gyrðir Elíasson.39 Nema „áhrif“ Hemingways hafi seytlað svo rækilega út um frásagnarbókmenntirnar gervallar að þau megi finnast nánast hvar sem er. Sigfús Daðason segir raunar í grein að Hemingway hafi orðið „til að brjóta ísinn fyrir nútíma-prósa á íslandi", og býr umtals- verð áskorun í þeim orðum.40 Svo verðum við hinsvegar að fara í svolítið aðrar lestrarstellingar þegar Hemingway er beinlínis til umræðu í íslenskri skáldsögu og er þar ein stærsta fyrirmynd persónu sem hyggst gerast sagna- skáld. Skáldsagan er Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson og pers- ónan er Andri Haraldsson, sem er þó líka leikandi, leikari - og gengur sem slíkur inn í hlutverk Hemingways í Veislu ífarángrinum og mælir sig saman við Friðrik Hinrik í Vopnum kvöddum.4' Með því að innlima þessi verk inn í heim skáldsögu sinnar, gerir Pétur Gunnarsson okkur erfitt fyrir að meta hvers eðlis áhrif Hemingways séu á hann, þ.e. Pétur sem rithöfund, um leið og hann staðfestir þó mikilvægi Hemingways í íslenskum nútímabókmenntum. Hemingway er ljóslega persóna í því leikriti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.