Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 107

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 107
ANDVARI Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINOWAY 105 andi í opinberri umræðu og á almannavettvangi, þar sem athafnasemi hans tengist mýtum, klisjum, andófi, og öðrum tímanna táknum, sumum sígildum, öðrum tímabundnum. Þegar Ernest Hemingway er annars vegar koma fljótt upp í hugann þættir eins og karlmennska, hetjulund og hetjulegt framferði, mannveran á slóðum náttúrunnar og dýranna, merkingarheimur styrjalda, maðurinn andspænis dauðanum. Það gerir okkur auk þess erfitt fyrir að greina með einföldum hætti á milli skáldverka og annarrar tjáningar, í efnum sem þessum, að sum verka Hemingways eru beinlínis sjálfsævisöguleg og önnur mega kallast skáldævi- söguleg (svo seilst sé í hugtak sem Guðbergur Bergsson notaði um eigin bernskusögu). Það er að segja: þau beita markvisst skáldlegri tjáningu í umfjöllun um ævisögulega þætti og gangast um leið við því að minningar eru ævinlega að einhverju leyti tilbúningur eða þá hráefni sem leitar í „skáld- legan“ búning jafnskjótt og farið er að hreyfa við því. Nú má að vísu einmitt nýta þessa rökvísi til að halda sig við ritverkin, skáldskaparheim þeirra, og láta aðrar „upplýsingar“ um höfundinn lönd og leið. Þetta er Ijóslega afstaða Kristjáns Karlssonar, skálds og bókmenntafræðings, í góðri grein sem birtist árið 1957. „Fáir höfundar“ segir hann um Hemingway, „hafa mátt reyna í slíkum mæli það hættulega hlutskipti, að einkalíf þeirra yrði í vitund sam- tíðarmanna einskonar mælistika á sannleiksgildi verka þeirra. [...] Og hinar frægu myndir af Hemingway með veiði sína í fanginu og Clark-Gable-brosið eru í raun og veru alveg jafn-falskar og forgengilegar eins og hin gamla alþýðlega hugmynd um hinn hrokkinhærða Byron í svartri skikkju í tungls- skini á rústum fornrar hallar.“ Á hinn bóginn hefur Hemingway „gegnt öðru °g sannara hetjuhlutverki sem ögunarmeistari í máli og stíl á einstökum upp- lausnartímum í bókmenntum og fulltrúi karlmannlegs æðruleysis í andlegu lífi tveggja eftirstríðskynslóða.“6 Það er athyglisvert hvernig hugtökum hetjunnar og karlmennskunnar er hér haldið til haga í þessum „sannari" hlutverkum Hemingways, og þar með blæðir yfir hin skýru mörk sem Kristján vill annars draga. Dauði höfundarins Faeinum árum síðar grípur svo Hemingway til örþrifaráðs sem virðist ljóslega heyra til persónulegu lífi hans en ekki heimi skáldverkanna - en í reynd varð þetta ekki aðeins stórfrétt í fjölmiðlum heldur verknaður sem unnendur skáld- verkanna hlutu að velta fyrir sér í ljósi þeirra mannrauna og einstaklingshlut- skiptis sem höfundurinn miðlar þar. Hér er átt við sjálfsvíg Hemingways 2. julí 1961, þegar hann var einungis tæpra 62 ára en illa farinn að heilsu. Slíkur uldurtili skekur vitaskuld nánasta vandafólk en skilur einnig oft eftir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.