Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 40
38
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
ritgerðasafninu Yfirskygðir staðir sem kom út 1971. Greinilegt er að
upphaf greinarinnar vantar enda var hún endurprentuð í ritgerðasafninu
Seiseijú, mikil ósköp 1977. Við samanburð má sjá að niðurlagið vantar
einnig. Um formála Jakobs að Landnámu segir Halldór:
Formáli Jakobs að landnámutexta hans er skrifaður af mýkt sem líklega er ekki
hægt að ná nema maður hafi lært grísku. Svo akademískur er Jakob að þegar
hann gerir athugasemdir við kenníngu sem honum ofbýður, þá eru þær faldar
í litlausum orðum neðanmáls í textaskýríngum; það leingsta sem hann kemst
í að afgreiða hérvillur sem margir mundu kalla erkiþvælu eða amk einberan
hugarburð, nefnir hann í hæsta lagi ágiskun. Eingusíður heldur hann vel á sínu,
raunsær og skeleggur, þegar hann er að gagnrýna sagnfræðilegt heimildargildi
Landnámubókar.52
í þessum fáu orðum tókst Halldóri afar vel að lýsa fræðimanninum
Jakobi og hógværum vinnubrögðum hans.
Eitt af þeim miklu verkum sem Jakob var þátttakandi í meðfram
öðru var útgáfa orðabókarverksins Kulturhistorisk leksikonfor nordisk
middelalder. Það kom út í 22 bindum á árunum 1956-1978. Viðtal
var haft við Jakob í Morgunblaðinu 1. desember 1978 í tilefni þess að
síðasta bindið var þá fullbúið og prentað og rakti hann þar sögu verks-
ins. Undirbúningur þess hófst þegar 1948 með því að stofna stjórnar-
nefndir í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og ráðnir voru ritstjórar, einn
frá hverju landi. ísland og Finnland voru ekki með frá byrjun. Það var
ekki fyrr en 1952 að Jakob, sem staddur var í Kaupmannahöfn, var
boðaður á fund ritstjóra landanna þriggja. Þegar hann kom heim gaf
hann Háskóla íslands og menntamálaráðuneytinu skýrslu um málið og
varð eftir það tekin sú ákvörðun að ísland yrði með í verkinu. Magnús
Már Lárusson, prófessor í guðfræði, var ráðinn ritstjóri 1953. Kom
fyrsta bindið út 1956 og eftir það nánast eitt bindi á ári. Þegar annað
bindi var komið eitthvað áleiðis var Jakob beðinn um að gerast ritstjóri
með Magnúsi þar sem Magnús var mjög störfum hlaðinn og vinnan við
Kulturhistorisk leksikon var íhlaupavinna.
Ritstjórarnir leituðu að höfundum að greinum og fyndust þeir ekki
urðu þeir að skrifa þær sjálfir. Alls munu 42 íslendingar hafa skrifað
um 700 greinar, þar af skrifaði Jakob 221 grein, eftir því sem mér telst
til, af þeim 470 sem þeir Magnús skrifuðu sem ritstjórar. Fundir voru
haldnir í ritstjórninni tvisvar á ári og hefur efalaust farið mikill tími í
þessa vinnu.