Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 40

Andvari - 01.06.2011, Síða 40
38 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI ritgerðasafninu Yfirskygðir staðir sem kom út 1971. Greinilegt er að upphaf greinarinnar vantar enda var hún endurprentuð í ritgerðasafninu Seiseijú, mikil ósköp 1977. Við samanburð má sjá að niðurlagið vantar einnig. Um formála Jakobs að Landnámu segir Halldór: Formáli Jakobs að landnámutexta hans er skrifaður af mýkt sem líklega er ekki hægt að ná nema maður hafi lært grísku. Svo akademískur er Jakob að þegar hann gerir athugasemdir við kenníngu sem honum ofbýður, þá eru þær faldar í litlausum orðum neðanmáls í textaskýríngum; það leingsta sem hann kemst í að afgreiða hérvillur sem margir mundu kalla erkiþvælu eða amk einberan hugarburð, nefnir hann í hæsta lagi ágiskun. Eingusíður heldur hann vel á sínu, raunsær og skeleggur, þegar hann er að gagnrýna sagnfræðilegt heimildargildi Landnámubókar.52 í þessum fáu orðum tókst Halldóri afar vel að lýsa fræðimanninum Jakobi og hógværum vinnubrögðum hans. Eitt af þeim miklu verkum sem Jakob var þátttakandi í meðfram öðru var útgáfa orðabókarverksins Kulturhistorisk leksikonfor nordisk middelalder. Það kom út í 22 bindum á árunum 1956-1978. Viðtal var haft við Jakob í Morgunblaðinu 1. desember 1978 í tilefni þess að síðasta bindið var þá fullbúið og prentað og rakti hann þar sögu verks- ins. Undirbúningur þess hófst þegar 1948 með því að stofna stjórnar- nefndir í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og ráðnir voru ritstjórar, einn frá hverju landi. ísland og Finnland voru ekki með frá byrjun. Það var ekki fyrr en 1952 að Jakob, sem staddur var í Kaupmannahöfn, var boðaður á fund ritstjóra landanna þriggja. Þegar hann kom heim gaf hann Háskóla íslands og menntamálaráðuneytinu skýrslu um málið og varð eftir það tekin sú ákvörðun að ísland yrði með í verkinu. Magnús Már Lárusson, prófessor í guðfræði, var ráðinn ritstjóri 1953. Kom fyrsta bindið út 1956 og eftir það nánast eitt bindi á ári. Þegar annað bindi var komið eitthvað áleiðis var Jakob beðinn um að gerast ritstjóri með Magnúsi þar sem Magnús var mjög störfum hlaðinn og vinnan við Kulturhistorisk leksikon var íhlaupavinna. Ritstjórarnir leituðu að höfundum að greinum og fyndust þeir ekki urðu þeir að skrifa þær sjálfir. Alls munu 42 íslendingar hafa skrifað um 700 greinar, þar af skrifaði Jakob 221 grein, eftir því sem mér telst til, af þeim 470 sem þeir Magnús skrifuðu sem ritstjórar. Fundir voru haldnir í ritstjórninni tvisvar á ári og hefur efalaust farið mikill tími í þessa vinnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.