Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 132

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 132
130 SIF SIGMARSDÓTTIR ANDVARI hafi verið að takast að telja foreldra sína á að leyfa sér að hverfa frá námi við Menntaskólann og sigla til Þýskalands til píanónáms á tímum er fáir töldu tónlist eitthvað sem menn hefðu að atvinnu. „Sigurinn unninn,“ ritar hann í dagbók sína.7 En þótt þessi fyrsta barátta sem Jón Leifs háði í nafni tónlistar hafi endað með sigri fór því fjarri að þeim ætti öllum eftir að ljúka honum í hag. Það voru einmitt tapaðar orrustur sem mótuðu ímynd Jóns Leifs í hugum íslenskra samferðarmanna hans og eru ástæða þess að enn þann dag í dag stendur styr um nafn hans. Hlutur Jóns í umbótum íslensks tónlistarlífs fyrri hluta 20. aldar varð rýr þrátt fyrir stórhuga áætlanir tónskáldsins. Er þar einkum um að kenna stormasömum samskiptum hans við aðra forgöngumenn tónlistar á íslandi. Jón fór alla tíð mikinn í þeim deilum. Rötuðu þær ósjaldan á síður blaðanna þar sem Jón lét stór orð falla um hina ýmsu frammámenn samfélagsins.8 Hann var óhræddur við að synda móti straumnum eins og komið hafði í ljós er hann yfirsteig hindranir hugarfarsins heimafyrir og hélt á vit köllunar sinnar, 17 ára að aldri. Hin hlið þessa sama óttaleysis sem birtist oft sem óbilgirni, harka og vægðarleysi varð honum hins vegar alla tíð fótakefli. Enda þótt Jóni Leifs hafi ekki hlotnast að fara fyrir neinni af þeim tón- listarstofnunum sem spruttu upp á fyrstu áratugum síðustu aldar (hann sótti til að mynda um að gerast útvarpsstjóri við stofnun Ríkisútvarpsins árið 1930) er staða hans innan íslenskrar tónlistarsögu óvefengjanleg. Jón Leifs varð fyrstur íslendinga til að stjórna fullskipaðri sinfóníuhljómsveit. Ómetanlegar eru upptökur hans á íslenskum þjóðlögum. Hann var forgöngumaður í rétt- indabaráttu íslenskra tónskálda og einn stofnenda STEFs. Síðast en ekki síst eru tónsmíðar hans eitt það metnaðarfyllsta sem samið hefur verið af íslensku tónskáldi. Þeir sem rannsakað hafa líf og verk Jóns Leifs sem og þeir sem þekktu til tónskáldsins eru margir þeirrar skoðunar að ekki hafi hann gengið einn og óstuddur þá grýttu braut sem hann valdi sér í lífinu; að ekki hefði honum tekist að áorka öllu því sem hann náði fram ef ekki hefði hann notið stuðnings við.9 Ymsir halda því fram að bak við manninn hafi staðið kona. Vegur þyrnóttra rósa Undir yfirborði ævisögu Jóns Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson glittir í aðra sögu, ekki síður merkilega; sögu konunnar með augun sem hlustuðu. Hvernig fyrstu eiginkonu Jóns Leifs, hámenntaða evrópska tónlistarkonu af auðugu fólki, dagaði uppi blásnauða á íslandi, þar sem hún að sögn eyddi löngum stundum starandi á heimilið sem Jón hafði búið sér með þriðju eiginkonu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.