Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 38

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 38
36 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Islandiœ historicum veturinn 1636-1637. Eiginhandarrit Björns er glatað en rit hans var mjög vinsælt á sínum tíma og til eru af því margar uppskriftir. Taldi Jakob að Björn hefði lokið við að skrifa Skarðsárbók í síðasta lagi haustið 1636. Hann varð að kynna sér allar uppskriftirnar og rannsaka skyldleika handritanna. Til grundvallar lagði hann hand- ritið AM 104 fol. sem skrifað var í lok 17. aldar eftir eiginhandarriti Björns þar sem skrifarinn tók þó tillit til annarra leshátta handrita. Verk Jakobs var því að komast sem næst texta Björns sem hann taldi afar mikilvægan og hafa ótvírætt textafræðilegt gildi þar sem Björn hefði haft undir höndum þær skinnbækur sem Jón Erlendsson hefði áður haft, uppskrift hans af Sturlubók og það af Hauksbók sem nú er glatað. Um þetta og útgáfuna í heild skrifaði Sverrir Tómasson handritafræðingur: „Eg leyfi mér að fullyrða að í útgáfu sinni á Skarðsárbók hafi Jakobi tekist að sýna mönnum fram á hvaða tökum fræðimenn þyrftu að taka á uppskriftum 17. aldar manna.‘46 Guðni Jónsson prófessor skrifaði um verkið í Skírni 1959: Með útgáfu Skarðsárbókar hefir verið unnið nauðsynjaverk, sem var aðkall- andi. Hefir öllum gerðum Landnámabókar, sem hafa eitthvert sjálfstætt gildi, nú verið fullur sómi sýndur. Með þessu verki hefir útgefandinn, dr. Jakob Benediktsson, reist sjálfum sér óbrotgjarnan minnisvarða, er bera mun vitni staðgóðri þekkingu hans og kunnáttu í vinnubrögðum samfara vísindalegri nákvæmni.47 Sama ár sá Jakob einnig um útgáfu á Sturlunga sögu (AM 122 a fol.) sem var fyrsta bindið í röðinni Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Um er að ræða ljósprentun á aðalhandriti Sturlungu, svo- nefndri Króksfjarðarbók, en af henni eru varðveitt 110 blöð af um 141 blaði. Jakob skrifaði formála fyrir verkinu þar sem hann gerir grein fyrir ferli handritsins, ástandi þess, stafsetningu á textanum og rithönd- um eins og unnt er. Eins ræðir hann um hvernig handritið var notað við útgáfur Sturlungu. Hann kom einnig að málfarslegum einkennum og spássíuklausum. Formálinn er vandaður og varpar skýru ljósi á feril þessa merka handrits. Síðar sá Jakob um þrettánda bindi þessarar raðar sem hefur að geyma handritið AM 595 a-b 4to með Rómverja sögu árið 1980. Þar gerir hann í inngangi grein fyrir því „hvernig það handrit tengist þekktum skrifurum sem skrifað hafa m.a. hluta Stjórnarhandritanna, AM 227 fol og AM 229 I-III fol“.48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.