Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 118

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 118
116 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI svo alvarlegt að það hefur svipt hann kyngetunni. Sitthvað í sögunni varpar merkilegu ljósi á hetjuepík Hemingways og grefur undan meintri upphafn- ingu hans á karlmennsku. Sagan fjallar um suðupott Parísarlífsins og hina „glötuðu kynslóð“ sem Gertrude Stein nefndi svo, en hún berst líka suður á bóginn, til Pamplona á Spáni, þangað sem persónur fara til að vera viðstaddar hátíðahöld (fíestuna) og nautaatið - og ekki síst nautahlaupið fræga um götur borgarinnar sem getið er um í fréttum árlega allt til þessa dags (og maður veltir fyrir sér hversu mikinn hlut Hemingway eigi í frægð þessa furðuhlaups galgopa á undan trylltri nautahjörð eftir götum bæjarins). Karl ísfeld þýddi einnig skáldsöguna To Have and Have Not (1937). Sögu- hetjan, Harry Morgan, stýrir bát sínum er hann leigir út til veiða og siglinga við Kúbu og Flórída. Peningaþörfin veldur því að hann dregst inn í vafasöm viðskipti og drepur mann til að komast yfir fé. Harry er harðjaxl sem er laus við sjálfsvorkunn og er oftar en ekki með hugann við að framfleyta konu sinni og börnum. En getum við haft samúð með persónu sem myrt hefur mann með köldu blóði í gróðaskyni? Þetta er ein af þeim áhugaverðu spurningum sem sagan vekur og þótt hún sé almennt ekki talin með bestu verkum Hemingways varpar hún, ásamt nokkrum smásögum Hemingways, merkilegu ljósi á tengslin milli hins aðskorna stíls hans og hinna „harðsoðnu“ glæpasagna sem oft eru taldar mótaðar af þessari stílhugsjón (svo notað sé hugtak Hallbergs). Þýðingin, sem ber fremur lágsiglt heiti á íslensku: Einn gegn öllum, birtist árið 1946, en þá var fyrir nokkru hafin vinna við að koma á íslensku nýjustu og stærstu skáldsögu Hemingways, For Whom the Bell Tolls (1940), um bandarískan sjálfboðaliða sem tekur þátt í spænsku borgara- styrjöldinni, kynnist þar ástinni, særist illa og ákveður að mæta örlögum sínum með fórnardauða. Það kostaði líka heilmikið stríð að koma þessu verki út á íslensku, eins og Stefán Bjarman hefur greint frá í löngu bréfi sem hann sendi Sigfúsi Daðasyni 1972 og birtist í Andvara 1988.29 Þar kemur fram að Emil Thoroddsen hafi fyrst verið fenginn til að íslenska bókina en að þýðingunni, er hann lagði fram, hafi verið hafnað. Þá var Stefáni Bjarman falið verkið. Hann sendi vini sínum Erlendi í Unuhúsi drjúgan hluta af handritinu en skömmu síðar lést Erlendur og handritið (sem var eina eintakið) fannst ekki fyrr en Stefán hafði þýtt þennan hluta verksins aftur. Þetta, auk tæprar heilsu Stefáns um þetta leyti, olli því að þýðing hans birtist ekki fyrr en 1951 og var kölluð Klukkan kallar að kröfu útgefandans, vegna þess að kvikmyndinni, sem gerð var eftir sögunni, hafði verið gefið það heiti á íslensku. Bókin var síðar endurútgefin undir því heiti sem Stefán hafði kosið, Hverjum klukkan glymur (Halldór Laxness hafði nefnt bókina svo í formálanum að Vopnum kvödduni). Þýðingunni fylgir formáli Stefáns þar sem hann víkur að vandanum við að þýða á íslensku enskan texta Hemingways, sem er vísvitað látinn bera þess merki að í sögunni sé iðulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.