Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 163
ANDVARI
UM NAFNLAUS LEIKRIT OG FLEIRA í ÞEIM DÚR
161
Þessi leikur er háðsleikur og býsna fyndinn á köflum. Hann er mjög leik-
rænn, líkt og hitt nafnlausa leikritið, samtölin snögg og hnitmiðuð og tilsvörin
einstaklega eðlileg. Byggingin er þó losaralegri en í fyrri leiknum, líkt og
höfundur hefði ekki haft stund til að vinna betur úr efniviði sínum. En við
önnur skilyrði hefðum við væntanlega eignast áhugaverðan leikritahöfund í
Arna Thorsteinssyni landfógeta.
Leikritsbrotið sem þarna er einnig að finna tekur reyndar ekki af nein
tvímæli um það. Höfundur er þar sýnu óþroskaðri og þó hann að hætti
gamanleikjahöfunda taki í leikritsbrotinu málstað ungu kynslóðarinnar og
ástarinnar, þá er sú meðferð ekki frumleg: það sem helst má draga nýtt af
leiknum er að þar er barist gegn óþrifnaði, sem trúlega hefur verið landlægur
á íslandi á ritunartíma verksins. Brotið virðist eldra en hin og spesíur eru
mynt dagsins.
Einhverjum mun þykja sem verk af þessu tagi þurfi ekki síðar að eiga upp
á pallborðið og ástæðulítið að draga þau fram í dagsljósið. En með aukinni
áherslu á menningarsögulegar rannsóknir og víðtækari sýn á alla þætti sög-
unnar hefur mönnum skilist hversu leiklistarsagan er þar gagnleg og tekur á
ýmsum þeim þáttum sem annars hefðu orðið útundan. Þessi leikrit sem hér
hefur verið fjallað um eru ágæt dæmi um menningarástand og upplifun höf-
undanna á samtíð sinni. Þessi „gleymdu" leikrit eru langt í frá öll sömu gerðar
og þar birtist í raun fjölbreytileg flóra; sum eins og fyrra nafnlausa leikritið
hans Árna Thorsteinssonar, sverja sig í ætt við aldagamla evrópska leik-
smíðahefð. Önnur bera einkenni heimahaganna, mótuð af íslenskri náttúru
og sveitalífi, mótuð af þjóðsögum og fornsögum. Og nokkur eru enn annars
konar og forvitnilegt að bera saman í hverju eru fólgin líkindi og ólíkindi
verka sveitakonunnar Arnbjargar Stefánsdóttur austur á landi og fyrsta rekt-
ors Háskóla íslands, Björns M. Ólsen, en bæði sömdu þau leikrit sem lítt eru
kunn, sömuleiðis hvort óþekkt leikrit eftir frumbýlisrithöfundana Torfhildi
Holm og Jón Mýrdal eiga eitthvað sameiginlegt. Þetta og margt fleira þarf
allt að skoða, þó að síðar verði.
TILVÍSANIR
1 Sjá t.d. Árni Sigurðsson, „Leiksýningar Vestur-íslendinga", Tímarit Þjódrœknisfélags
Islendinga 1947; Viðar Hreinsson, Landneminn mikli, Andvökuskáld, œvisaga Stephans G.
Stephanssonar I-II, 2002-03, Sveinn Einarsson, íslensk leiklist III (í handriti).
Sveinn Einarsson, „Ekki er allt sem sýnist", Skírnir, haust 1991.
3 Lbs. 4852 4to.
4 Sbr. Guðmundur Finnbogason, „Reykjavík í ljóðum,“ Þœttir úr sögu Reykjavíkur, 235-247.