Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 60

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 60
58 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI 1) Að stuðla að því að nýjungar í máli brjóti ekki í bága við málkerfið, hvorki beygingar né hljóðkerfi; 2) Að reyna að forðast að sama hugtak fái fleiri en eitt nýtt heiti, eins og oft vill verða þegar sérfræðingar í mismunandi greinum stinga upp á nýyrðum til að þýða erlend fræðiheiti; 3) Að veita ráð og leiðbeiningar um aðlögun erlends orðs sem tekið er í málið ef fullnægjandi íslenskt orð hefur ekki fundist; 4) Að taka afstöðu til álitamála sem varða rétt mál og rangt þegar um er að ræða íslensk orð og orðalag.90 Eftir þessum reglum hefur í megindráttum verið farið síðan við svör og ráðleggingar Islenskrar málstöðvar og Orðabókar Háskólans og síðar málræktarsviðs og orðfræðisviðs Stofnunar Arna Magnússonar í íslenskum fræðum. A málnefndarárum sínum fjallaði Jakob nokkrum sinnum opin- berlega um íslenskt mál. I Pjóðviljanum 11. nóvember 1970 birtist greinin Lítil hugleiðing um íslenzkt mál91 en að baki hennar var þáttur- inn íslenskt mál sem fluttur var í Ríkisútvarpinu 26. október það ár. Þátturinn hafði vakið athygli og falaðist Þjóðviljinn eftir að fá að birta hann. Þar kemur vel fram hverjum augum Jakob leit á boð og bönn þegar að málvöndun kom.92 I þættinum ræddi Jakob fyrst um ritmálið og benti m.a. á að væru fyrirmyndir þess sóttar til eldri rita gæti svo farið að ritmálið yrði aftur- haldssamt í samanburði við mælt mál. Meginhluti erindisins fjallaði þó um talað mál, áhrif þess á ritmálið og þróun talmálsins. Afstaða Jakobs er mjög áhugaverð því að í samræmi við hana hlýtur hann að hafa stýrt málnefndinni og svarað fyrirspurnum. Því er best að láta hann sjálfan segja frá: Allar breytingar á máli eru í fyrstu „villur“ í þeim skilningi að þær brjóta í bága við einhverja þætti málkerfisins. En spurningin sem menn verða að leita svars við er einfaldlega þessi: hversu útbreidd þarf málbreyting að verða til þess að ekki sé lengur stætt á að kalla hana villu? ... Allar hugleiðingar um afstöðu manna til málbreytinga verða að styðjast við þekkingu á þróun málsins; menn verða að vita hvers eðlis andstæðingurinn er áður en lagt er út í bardagann, annars er hætt við að menn lendi í viðureign við vindmyllur. Reglustrekkingur og einstrengingsháttur leiðir til þess eins að breikka bilið milli talmáls og rit- máls, og felur auk þess í sér þann háska að menn skrifi steindautt og sviplaust mál af tómri hræðslu við að brjóta einhverjar reglur, raunverulegar eða ímynd- aðar. Menn skyldu aldrei gleyma því að málfræðireglur skólabóka eru leiddar af málinu eins og það birtist í bókum, en reglur skapa hvorki mál né stíl. Góður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.